Ferill 387. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 415  —  387. mál.
Fyrirspurn


til innviðaráðherra um uppbyggingu stúdentagarða í Skerjafirði.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hvenær mun starfshópur ráðherra um rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar og íbúðauppbyggingu í Skerjafirði skila niðurstöðum sínum sem áttu að berast 1. október 2022?
     2.      Hvers vegna taldi ráðherra þörf á að unnin væri önnur skýrsla um málið til viðbótar við skýrsluna sem unnin var af P.J. van der Geest fyrir Isavia árið 2020?
     3.      Hvaða áhrif hefur krafa ráðuneytisins um frestun framkvæmda á hagsmuni og húsnæðisöryggi námsmanna?
     4.      Lét ráðherra meta þessi áhrif áður en ráðuneytið krafðist þess að Reykjavíkurborg frestaði úthlutun lóða og byggingarréttar í júní 2022?
     5.      Verður komið með einhverjum hætti til móts við námsmenn sem eru á biðlista eftir íbúð vegna þessara tafa?


Skriflegt svar óskast.