Ferill 392. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 422  —  392. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um hjúkrunarfræðinga.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hversu hátt hlutfall hjúkrunarfræðinga á Íslandi starfar nú utan heilbrigðiskerfisins, en árið 2017 lá fyrir að 8% hjúkrunarfræðinga störfuðu utan heilbrigðiskerfisins, sbr. vinnumarkaðsskýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga? Hefur þetta hlutfall haldist óbreytt, hækkað eða lækkað?
     2.      Liggur fyrir sjálfstætt tölulegt mat af hálfu heilbrigðisráðuneytisins um hver þörfin er um fjölda starfandi hjúkrunarfræðinga hér á landi nú, á næstu árum og áratugum?
     3.      Hyggst ráðherra fara í markvissar aðgerðir til að vinna að því að hér verði starfandi fjöldi hjúkrunarfræðinga í samræmi við þörf? Ef svo er, hverjar eru þær aðgerðir sem ráðherra telur vænlegastar til að fjölga starfandi hjúkrunarfræðingum hérlendis?
     4.      Telur ráðherra ástæðu til að fjölga nemendum í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri?
     5.      Liggur fyrir mat um það hversu marga hjúkrunarfræðinga ætti að útskrifa á ári hverju til að fullnægja þörfinni?
     6.      Hver er skoðun ráðherra á því hvernig gera má Landspítalanum kleift að taka á móti fleiri nemendum í hjúkrunarfræði í klínískan hluta námsins en spítalinn hefur tök á við núverandi aðstæður?
     7.      Hver er staða heilbrigðisstofnana utan höfuðborgarsvæðisins hvað varðar skort á hjúkrunarfræðingum til starfa?
     8.      Liggur fyrir mat á vænlegum aðgerðum sem hægt er að ráðast í af hálfu stjórnvalda til að fá hjúkrunarfræðinga, sem starfa ekki við hjúkrun í dag, aftur til starfa?
     9.      Hyggst ráðherra láta fara fram mat á því hvert sé ákjósanlegt starfsálag hjá hjúkrunarfræðingum, t.d. að skilgreindur verði hámarksfjöldi sjúklinga á hvern hjúkrunarfræðing?


Skriflegt svar óskast.