Ferill 233. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Prentað upp.

Þingskjal 424  —  233. mál.
Viðbót.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um ferðakostnað og dagpeninga ráðherra.


    Rétt er að taka fram að innviðaráðherra var ráðherra norrænna samstarfsmála á árunum 2017–2021. Ferðakostnaður ráðherra á því tímabili var að hluta greiddur af utanríkisráðuneytinu. Þær upplýsingar sem hér birtast eiga eingöngu við um ferðalög á vegum innviðaráðuneytisins (áður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins).

     1.      Hver er frá og með árinu 2018 árlegur fjöldi ferða ráðherra til útlanda vegna starfa á vegum ráðuneytis?
    Fjöldi ferða í eftirfarandi töflu nær fram til 14. október 2022.

2022 2021 2020 2019 2018
Fjöldi ferða 3 0 1 5 4

     2.      Hve háar voru árlegar greiðslur dagpeninga vegna þessara ferða?

2022 2021 2020 2019 2018
Dagpeningar 102.402 0 45.941 272.389 161.605

     3.      Hversu oft á hverju ári fékk ráðherra 1/3 hluta dagpeninga og hve oft 2/3 hluta?

2022 2021 2020 2019 2018
Daghluti (u.þ.b. 1/3) 3
2/3 dagpeningar 1 5 4

     4.      Hverjar voru árlegar fjárhæðir vegna hótelgistingar ráðherra annars vegar og hins vegar annars ferðakostnaðar?

2022 2021 2020 2019 2018
Hótelgisting 200.534   145.332 140.653
Fargjöld 509.479           62.145      682.284      502.310
Annar kostnaður 88.362 73.222 247.278 30.123

     5.      Í hversu mörgum tilfellum hvert þessara ára var ráðherra ekið út á flugvöll í bifreiðum ráðuneytis og í hve mörgum tilfellum endurgreiddi ráðherra þann hluta dagpeninga sem ætlaður er til að standa undir þeim hluta ferðakostnaðarins?
    Ráðherrabílstjóri ekur ráðherra í erindagjörðum vegna starfa sinna í samræmi við reglugerð um bifreiðamál ríkisins. Reglur um ferðakostnað og önnur starfskjör ráðherra kveða á um greiðslur vegna ferðalaga.

     6.      Hversu oft og hve háar voru árlegar endurgreiðslur ráðherra vegna styrkja og hvers konar hlunninda sem ráðherra naut erlendis og eiga samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar að koma til frádráttar almennum dagpeningagreiðslum?
    Ekki var um að ræða endurgreiðslur af því tagi sem spurningin vísar til.

     7.      Ef við á, hvenær komst hefð á að leggja sérstakt mat á umfang hlunninda í ferðum ráðherra?
    Ráðuneytið hefur ekki litið svo á að ferðir ráðherra á erlendri grundu feli í sér sérstök hlunnindi.

     8.      Ef við á, til hvaða aðgerða hefur verið gripið vegna ofgreiddra dagpeninga áður en farið var að leggja sérstakt mat á umfang hlunninda samkvæmt reglum um ferðakostnað og dagpeninga?
    Sjá svar við 7. lið.