Ferill 426. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 485  —  426. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um félagslega stöðu barnungra mæðra.

Frá Jódísi Skúladóttur.


     1.      Er regluverk um félagslegt stuðningskerfi mæðra yngri en 18 ára sambærilegt við það sem er í nágrannalöndum okkar? Ef ekki, kemur til álita af hálfu ráðherra að færa stuðningskerfið hér á landi því til samræmis?
     2.      Fá mæður yngri en 18 ára einungis fæðingarstyrk? Eiga þær rétt á frekari fjárhagsstuðningi frá sveitarfélagi sínu? Hefur ríkið aðkomu að þessum fjárhagsstuðningi?
     3.      Fær móðirin sjálf þær stuðningsgreiðslur sem hún á rétt á með barninu eða renna þær til forráðamanna hennar?


Skriflegt svar óskast.