Ferill 440. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 515  —  440. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um aðgerðir vegna mengunar af völdum skotelda.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvað hefur verið gert til að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem lagðar voru til af starfshópi um mengun af völdum skotelda og birtar voru í janúar 2020? Svar óskast sundurliðað eftir aðgerðum og að bæði sé fjallað um þær tillögur sem starfshópurinn var einhuga um og þær sem ekki náðist full samstaða um.
     2.      Hvenær skipaði ráðherra starfshóp til að móta tillögur um varanlega fjármögnun björgunarsveita, sbr. svar á 151. löggjafarþingi (þskj. 912, 449. mál)? Hver eiga sæti í hópnum og hvenær er áformað að hann skili niðurstöðum sínum?


Skriflegt svar óskast.