Ferill 461. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 541  —  461. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um raforkuöryggi og forgangsröðun raforku til orkuskipta.

Frá Eydísi Ásbjörnsdóttur.


     1.      Hvenær hyggst ráðherra setja reglugerð um viðmið fyrir fullnægjandi raforkuöryggi í samræmi við þær breytingar sem gerðar voru á raforkulögum á vorþingi 2021 og starfshópur sem skipaður var af ráðherra um efnið í janúar sl. hefur fjallað um?
     2.      Hvernig hyggst ráðherra stuðla að því að framleiðslu raforku verði forgangsraðað í þágu orkuskipta?


Skriflegt svar óskast.