Ferill 462. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 542  —  462. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um rafeldsneyti.

Frá Eydísi Ásbjörnsdóttur.


     1.      Hver er stefna stjórnvalda um framleiðslu rafeldsneytis á Íslandi til notkunar innan lands?
     2.      Hver er stefna stjórnvalda um framleiðslu rafeldsneytis á Íslandi til útflutnings?
     3.      Hvernig sjá stjórnvöld fyrir sér að stuðla að notkun rafeldsneytis í flugumferð til og frá landinu í ljósi þess að í dag er hægt að nýta rafeldsneyti sem allt að helming eldsneytis millilandaflugvéla án uppfærslu á búnaði?


Skriflegt svar óskast.