Ferill 286. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 600  —  286. mál.




Svar


mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur um kostnað sveitarfélaga við hvert barn á leikskóla.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver er kostnaður sveitarfélaga við hvert barn á leikskóla á mánuði? Svar óskast sundurliðað eftir aldri og eftir sveitarfélögum.

    Mennta- og barnamálaráðuneytið safnar ekki upplýsingum um kostnað sveitarfélaga við hvert barn á leikskóla á mánuði sundurliðað eftir aldri og eftir sveitarfélögum.
    Samband íslenskra sveitarfélaga safnar upplýsingum um rekstrarkostnað sveitarfélaga og hefur veitt mennta- og barnamálaráðuneytinu upplýsingar í eftirfarandi töflu. Þar er að finna upplýsingar um rekstrarkostnað sveitarfélaga árið 2020 fyrir hvert heilsdagsígildi í leikskóla eftir sveitarfélögum en þær upplýsingar eru á ársgrundvelli en ekki á mánuði og ekki sundurliðaðar eftir aldri.

2020 Kostnaður (brúttó)*/ heilsdagsígildi Útgjöld (nettó)**/ heilsdagsígildi
Sveitarfélag Fjöldi heilsdagsígilda Með innri leigu Án innri leigu Með innri leigu Án innri leigu
4502 Reykhólahreppur 11,9 5.835 5.186 5.535 4.887
6607 Skútustaðahreppur 16,6 5.364 4.295 5.061 3.991
8719 Grímsnes- og Grafningshreppur 19,5 5.111 5.111 4.641 4.641
6612 Þingeyjarsveit 29,5 4.417 4.071 4.201 3.855
7502 Vopnafjarðarhreppur 33,1 4.512 3.789 4.103 3.380
8721 Bláskógabyggð 56,9 4.423 3.874 4.069 3.521
3811 Dalabyggð 17,8 4.481 3.872 4.060 3.451
6602 Grýtubakkahreppur 14,3 4.349 3.930 3.922 3.504
8720 Skeiða- og Gnúpverjahreppur 33,3 3.914 3.672 3.877 3.634
4911 Strandabyggð 23,3 4.116 3.720 3.762 3.366
8710 Hrunamannahreppur 38,0 4.022 3.605 3.631 3.213
8722 Flóahreppur 42,1 4.064 3.483 3.587 3.006
6709 Langanesbyggð 20,5 4.553 3.157 3.506 2.110
3714 Snæfellsbær 64,5 3.978 3.613 3.489 3.123
8613 Rangárþing eystra 81,4 3.884 3.601 3.472 3.189
6400 Dalvíkurbyggð 94,9 3.589 3.209 3.182 2.803
1100 Seltjarnarnesbær 218,0 3.501 3.421 3.162 3.082
6515 Hörgársveit 42,1 3.550 3.081 3.145 2.676
8614 Rangárþing ytra 117,8 3.348 3.025 3.139 2.816
8401 Sveitarfélagið Hornafjörður 100,0 3.381 3.019 3.111 2.748
8508 Mýrdalshreppur 21,3 3.455 3.161 3.091 2.797
3709 Grundarfjarðarbær 53,1 3.632 3.188 3.085 2.641
6601 Svalbarðsstrandarhreppur 30,0 3.328 3.007 3.052 2.730
6100 Norðurþing 144,9 3.387 3.046 3.037 2.696
3511 Hvalfjarðarsveit 32,3 3.490 3.160 3.026 2.696
2506 Sveitarfélagið Vogar 53,0 3.376 3.062 2.999 2.684
4200 Ísafjarðarbær 147,6 3.369 2.989 2.973 2.593
8717 Sveitarfélagið Ölfus 101,3 3.271 2.941 2.929 2.599
3609 Borgarbyggð 195,4 3.300 2.916 2.928 2.543
7400 Múlaþing 271,5 3.228 2.924 2.907 2.603
6250 Fjallabyggð 103,5 3.373 2.888 2.902 2.416
0000 Reykjavíkurborg 5285,3 3.069 2.768 2.833 2.532
8716 Hveragerðisbær 180,6 3.343 2.800 2.833 2.289
1400 Hafnarfjarðarkaupstaður 1422,3 3.114 2.905 2.785 2.576
1000 Kópavogsbær 1687,8 3.102 2.833 2.749 2.480
4100 Bolungarvíkurkaupstaður 52,6 3.083 2.975 2.746 2.637
6513 Eyjafjarðarsveit 60,8 2.994 2.748 2.690 2.443
1300 Garðabær 713,8 3.097 2.752 2.679 2.334
7300 Fjarðabyggð 339,3 2.999 2.559 2.677 2.237
8200 Sveitarfélagið Árborg 565,8 2.947 2.681 2.608 2.342
2300 Grindavíkurbær 85,4 2.965 2.606 2.592 2.233
4803 Súðavíkurhreppur 10,3 2.752 2.596 2.558 2.402
5200 Sveitarfélagið Skagafjörður 233,8 3.047 2.779 2.537 2.269
3711 Stykkishólmsbær 80,9 2.980 2.494 2.437 1.951
4607 Vesturbyggð 60,3 2.636 2.461 2.364 2.189
1604 Mosfellsbær 734,4 2.647 2.240 2.353 1.945
8509 Skaftárhreppur 31,9 2.698 2.487 2.321 2.110
5508 Húnaþing vestra 48,0 2.687 2.461 2.299 2.074
5612 Húnavatnshreppur 16,9 2.419 2.180 2.218 1.979
8000 Vestmannaeyjabær 117,9 2.563 2.449 2.208 2.094
2000 Reykjanesbær 594,1 2.499 2.331 2.173 2.005
6000 Akureyrarkaupstaður 798,5 2.579 2.362 2.126 1.910
5604 Blönduósbær 72,9 2.399 2.124 2.061 1.786
4604 Tálknafjarðarhreppur 11,9 2.217 1.880 2.051 1.715
3000 Akraneskaupstaður 425,5 2.449 2.267 2.051 1.869
3713 Eyja- og Miklaholtshreppur 9,0 2.740 2.740 1.905 1.905
Leikskólar sveitarfélaga alls 15.868,4 3.051 2.757 2.729 2.435
Skýring: * Um rekstrarkostnað á leikskóla sveitarfélaga er að ræða. ** Rekstrarkostnaður að frádregnum þjónustutekjum.