Ferill 203. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 651  —  203. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Ágústi Bjarna Garðarsyni um iðgjöld tryggingafélaga.


     1.      Hversu mikið hefur iðgjald bílatrygginga, fjölskyldu- og heimilistrygginga, húseigendatrygginga og líf- og sjúkdómatrygginga hækkað undanfarin fimm ár? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
    Í svari Seðlabankans við þessum lið fyrirspurnarinnar eru upplýsingar um þróun iðgjalda í mismunandi greinaflokkum vátrygginga settar fram í meðfylgjandi töflum:

Tafla 1: Samtals bókfærð iðgjöld á nafnverði (fjárhæðir í kr.).

Grein
Vátryggingartaki 2021 2020 2019 2018 2017 2016
Lögboðnar ökutækjatryggingar Einstaklingar 21.841.889.247 19.983.180.538 19.312.880.236 17.685.829.740 15.995.090.535 14.171.478.198
Lögaðilar 7.190.934.473 6.498.807.372 7.515.088.536 7.301.634.500 6.462.787.880 5.253.683.663
Frjálsar ökutækjatryggingar Einstaklingar 7.883.851.513 7.132.061.631 6.882.139.755 6.333.969.963 5.579.727.103 4.788.510.647
Lögaðilar 3.445.741.959 3.060.881.998 3.800.375.104 3.787.265.659 3.490.790.246 2.873.491.566
Fjölskyldu- og heimilistryggingar Einstaklingar 4.535.186.148 4.367.851.069 4.171.971.906 3.964.129.275 3.761.999.183 3.526.360.619
Húseigendatryggingar Einstaklingar 4.434.625.218 4.126.270.622 3.749.158.494 3.368.282.274 2.982.349.053 2.748.436.003
Lögaðilar 1.886.364.164 1.773.037.986 1.608.037.963 1.390.625.498 1.213.167.570 1.117.298.774
Líf- og sjúkdómatryggingar Einstaklingar 6.275.678.699 5.682.003.986 5.257.199.700 4.869.260.663 4.544.605.115 4.236.134.123
Lögaðilar 235.723.440 231.803.028 218.535.047 210.808.779 190.562.163 178.383.512
Þar af söfnunarlíftryggingar Einstaklingar 114.088.737 120.165.291 121.388.309 123.611.820 104.423.240 96.308.065
Lögaðilar - - - - - -

Tafla 2: Fjöldi vátryggingaskírteina.
Grein Vátryggingataki

2021

2020 2019 2018 2017 2016
Lögboðnar ökutækjatryggingar Einstaklingar 239.714 236.302 234.241 251.053 225.622 214.459
Lögaðilar 92.887 93.362 95.262 94.403 84.852 75.395
Frjálsar ökutækjatryggingar Einstaklingar 161.500 158.996 157.401 173.957 150.583 141.897
Lögaðilar 63.769 64.042 67.471 66.740 59.511 52.612
Fjölskyldu- og heimilistryggingar Einstaklingar 130.514 127.918 126.564 137.483 125.155 122.387
Húseigendatryggingar Einstaklingar 69.544 68.129 67.761 74.496 46.607 67.913
Lögaðilar 15.750 15.497 15.354 15.512 15.560 14.576
Líf- og sjúkdómatryggingar Einstaklingar 166.785 159.652 152.080 147.328 141.076 131.752
Lögaðilar 3.739 3.718 3.386 3.042 2.678 2.538
Þar af söfnunarlíftryggingar Einstaklingar 2.868 3.114 3.562 4.379 4.729 4.226
Lögaðilar

Tafla 3: Breyting á meðaliðgjaldi á milli ára.

Grein Vátryggingartaki

2021

2020

2019

2018

2017

Lögboðnar ökutækjatryggingar
Einstaklingar 7,7% 2,6% 17,0% -0,6% 7,3%
Lögaðilar 11,2% -11,8% 2,0% 1,5% 9,3%
Frjálsar ökutækjatryggingar Einstaklingar 8,8% 2,6% 20,1% -1,7% 9,8%
Lögaðilar 13,1% -15,1% -0,7% -3,3% 7,4%
Fjölskyldu- og heimilistryggingar Einstaklingar 1,8% 3,6% 14,3% -4,1% 4,3%
Húseigendatryggingar Einstaklingar 5,3% 9,5% 22,4% -29,3% 58,1%
Lögaðilar 4,7% 9,2% 16,8% 15,0% 1,7%
Líf- og sjúkdómatryggingar Einstaklingar 5,7% 3,0% 4,6% 2,6% 0,2%
Lögaðilar 1,1% -3,4% -6,9% -2,6% 1,2%
Þar af söfnunarlíftryggingar Einstaklingar 3,1% 13,2% 20,7% 27,8% -3,1%
Lögaðilar 0,0% 0,0% 0,0% 0,0% 0,0%

Tafla 4: Breyting á meðaliðgjaldi umfram breytingar á vísitölu neysluverðs (ársmeðaltöl).

Grein Vátryggingartaki 2021 2020 2019 2018 2017
Lögboðnar ökutækjatryggingar Einstaklingar 3,16% -0,26% 13,59% -3,21% 5,42%
Lögaðilar 6,49% -14,20% -1,01% -1,09% 7,40%
Frjálsar ökutækjatryggingar Einstaklingar 4,20% -0,24% 16,55% -4,29% 7,89%
Lögaðilar 8,25% -17,49% -3,66% -5,77% 5,53%
Fjölskyldu- og heimilistryggingar Einstaklingar -2,56% 0,73% 10,96% -6,56% 2,51%
Húseigendatryggingar Einstaklingar 0,81% 6,44% 18,77% -31,17% 55,36%
Lögaðilar 0,23% 6,23% 13,38% 12,00% -0,05%
Líf- og sjúkdómatryggingar Einstaklingar 1,23% 0,11% 1,51% -0,07% -1,55%
Lögaðilar -3,18% -6,07% -9,60% -5,15% -0,52%
Þar af söfnunarlíftryggingar Einstaklingar -1,28% 10,08% 17,18% 24,51% -4,79%
Lögaðilar -4,25% -2,76% -2,94% -2,59% -1,74%

     2.      Hver var hagnaður tryggingafélaganna og arðgreiðslur undanfarin fimm ár? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
    Upplýsingar frá Seðlabankanum um hagnað og arðgreiðslur vátryggingafélaga eru settar fram í meðfylgjandi töflu:

Tafla 5: Yfirlit hagnaðar, arðgreiðslna og keyptra eigin hluta vátryggingafélaga (fjárhæðir í kr.).

Liður 2021 2020 2019 2018 2017
Hagnaður fyrir tekjuskatt 28.140.443.000 15.615.996.000 11.347.314.000 5.586.266.000 8.181.805.000
Hagnaður eftir tekjuskatt 25.827.772.000 14.453.935.409 10.061.769.440 4.659.102.000 7.151.504.687
Greiddur arður 5.048.991.000 1.500.000.000 3.846.667.000 5.017.643.000 5.216.662.000
Keyptir eigin hlutir 4.068.428.000 250.375.000 933.015.000 1.047.033.000 1.590.496.000

     3.      Hefur Fjármálaeftirlitið lagt mat á hvort hækkun iðgjalda tryggingafélaganna sé eðlileg í ljósi afkomu félaganna og stöðu tjónaskuldar (bótasjóða) undanfarin fimm ár? Hve miklar voru þessar hækkanir umfram verðbólgu?
    Í svari fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitsins) kemur fram að það hafi ekki eftirlit með grundvelli iðgjaldsákvarðana vátryggingafélaga. Fram kemur að Fjármálaeftirlitið leggi ekki mat á breytingar á iðgjöldum vátryggingafélaga með hliðsjón af afkomu félaganna eða stöðu tjónaskuldar. Fjármálaeftirlitið hafi eftirlit með fjárhagsgrundvelli vátryggingafélaga, s.s. með því að fylgjast með kröfum til vátryggingaskuldar, gjaldþols, fjárfestinga, gæðum og fjárhæðum gjaldþolsliða, sbr. b- til e-lið 4. mgr. 29. gr. laga um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016. Þá hafi Fjármálaeftirlitið eftirlit með viðskiptaháttum skv. 10. gr. sömu laga og í samræmi við reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, samskipti við viðskiptavini og meðhöndlun kvartana, nr. 353/2022. Þá vísar Fjármálaeftirlitið til svars við 1. tölul. fyrirspurnarinnar (tafla 4) varðandi hækkun iðgjalda umfram verðbólgu.

     4.      Er það mat Fjármálaeftirlitsins að framlög í bótasjóði hafi verið eðlileg með tilliti til áætlaðra tjónaskulda og uppgjörs undanfarin fimm ár?
    Í svari Fjármálaeftirlitsins kemur fram að vátryggingaskuld vátryggingafélaga sé metin á hverjum tíma í samræmi við XIV. kafla laga um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016, svo að hún endurspegli besta mat tjónakostnaðar auk áhættuálags. Besta mat sé núvirði væntanlegra tjónagreiðslna sem vátryggingafélög áætla að greiða vegna seldra vátrygginga. Áhættuálagi sé ætlað að mæta óvissu flytjist skuldbindingar vegna seldra vátrygginga til annars vátryggingafélags. Fram kemur að Fjármálaeftirlitið hafi gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2020 um samræmda framsetningu tiltekinna skýringarliða í ársreikningum vátryggingafélaga til þess að auka gagnsæi og samræmi tiltekinna fjárhagsupplýsinga. Tilmælunum sé m.a. ætlað að sundurgreina breytingar á vátryggingaskuld á uppgjörstímabili til þess að skýrt sé hvernig skilið sé á milli áhrifa vaxta á vátryggingaskuld og fjárfestingatekna. Hluti af þeim skýringarliðum sem tilmælin fjalli um séu matsbreyting tjónaskuldar. Matsbreyting tjónaskuldar lýsi því hversu mikið tjónaskuld breytist frá upphaflegu mati, þar sem jákvæð matsbreyting feli í sér að tjónakostnaður hafi reynst lægri en upphaflega var áætlað og að sama skapi þýði neikvæð matsbreyting að tjónaskuld hafi reynst hærri. Í meðfylgjandi töflu má sjá matsbreytingu tjónaskuldar vátryggingafélaganna á síðastliðnum tveimur árum.

Tafla 6: Matsbreyting tjónaskuldar vegna eldri tjóna (fjárhæðir í þ.kr.).

Matsbreyting Tjónaskuld Hlutfall
2021 2020 2021 2020 2021 2020
VÍS -663.602 -3.059.959 21.261.047 18.602.906 -3,1% -16,4%
Sjóvá -253.553 -397.366 21.122.512 19.359.265 -1,2% -2,1
Vörður -426.663 -155.964 11.493.665 10.119.480 -3,7% -1,5%
TM 79.044 371.719 15.638.739 14.399.174 0,5% 2,6%
Samtals -1.264.774 -3.241.570 69.515.963 62.480.825 -1,8% -5,2%

    Eins og sjá má af töflu 6 hefur heildarmatsbreyting verið neikvæð vegna eldri tjóna samkvæmt ársreikningi 2021 og 2020. Þannig nam hlutfallsleg matsbreyting vegna tjóna fyrri ára -1,8% árið 2021 en hún var -5,2% árið 2020. Neikvæð matsbreyting bendir til þess að tjónaskuld hafi verið vanmetin miðað við þróun tjóna fyrri ára, þ.e. endanlegur tjónakostnaður hafi reynst hærri en félögin áætluðu í upphafi þessara ára. Í svari Fjármálaeftirlitsins er sérstaklega áréttað að þróun tjónakostnaðar sé háð óvissu og ekki sé óeðlilegt að hlutfallsleg matsbreyting nemi nokkrum prósentum.

     5.      Hvernig hefur eftirliti samkeppnisyfirvalda með því að eðlileg samkeppni ríki á tryggingamarkaði verið háttað frá árinu 2017?
    Við vinnslu svarsins óskaði ráðuneytið eftir upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu. Í svari þess kemur fram að frá árinu 2017 hafi nokkur mál er lúta að samkeppni á vátryggingamarkaði verið til úrlausnar hjá Samkeppniseftirlitinu. Um sé að ræða eftirfarandi mál:
     1.      Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 7/2022, Brot Samtaka fjármálafyrirtækja á 12. gr. samkeppnislaga og fyrirmælum ákvörðunar nr. 17/2004. Málið varðaði rannsókn Samkeppniseftirlitsins á opinberu fyrirsvari Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) fyrir hönd tryggingafélaga varðandi verðlagningu og þjónustu. SFF féllst á að greiða 20 milljónir kr. í sekt og grípa til aðgerða sem vinna gegn því að brot endurtaki sig.
     2.      Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 5/2021, Samruni Kviku banka hf., TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. Samruninn leiddi ekki til aukinnar samþjöppunar markaðshlutdeildar á tryggingamarkaði enda rak aðeins eitt þeirra fyrirtækja sem aðild átti að samrunanum tryggingastarfsemi. Þá var samruninn ekki talinn til þess fallinn að raska samkeppni á tryggingamarkaði að öðru leyti.
     3.      Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 38/2019, Kaup Tryggingamiðstöðvarinnar hf. á Lykli fjármögnun hf. Í ákvörðuninni var lagt mat á samkeppnisleg áhrif af samruna nefndra fyrirtækja. Samruninn leiddi ekki til aukinnar samþjöppunar markaðshlutdeildar á tryggingamarkaði og var ekki talinn til þess fallinn að raska samkeppni á tryggingamarkaði að öðru leyti.
     4.      Á tímabilinu frá árinu 2017 hafði Samkeppniseftirlitið einnig til úrlausnar tiltekin kvörtunarmál er lutu að viðskiptum réttingaverkstæða við tryggingafélög, einkum að mögulegum brotum á sátt tryggingafélaga við Samkeppniseftirlitið vegna undanþágu til starfrækslu CABAS tjónamatskerfisins, sbr. ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2015. Málunum lauk án íhlutunar.
    Í svari Samkeppniseftirlitsins kemur jafnframt fram að stofnunin hafi tekið við ábendingum á tímabilinu sem ekki hafi leitt til formlegrar rannsóknar. Einnig eru tilgreind mál þar sem Samkeppniseftirlitið hefur gripið til íhlutunar á vátryggingamarkaði fyrir það tímamark sem spurt er um. Ennfremur bendir Samkeppniseftirlitið á minnisblað sem ber titilinn Minnisblað um málefni vátryggingafélaga vegna útgreiðslu fjár til hluthafa sem lagt var fram á fundi efnahags- og viðskiptanefndar þann 10. mars 2016. Loks tók Samkeppniseftirlitið fram að vegna fjölda samrunamála sem berast stofnuninni hafi hún um skeið ekki getað ráðist í umfangsmiklar frumkvæðisrannsóknir á samkeppnisaðstæðum á einstökum mörkuðum.