Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 712  —  1. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023.

Frá 1. minni hluta fjárlaganefndar (KFrost).


Breytingar á sundurliðun 1:
     1.      Liðurinn 111.1.0 Tekjuskattur einstaklinga og staðgreiðsla hækki um 4.000,0 m.kr.
     2.      Liðurinn 111.3 Fjármagnstekjuskattur hækki um 5.000,0 m.kr.
     3.      Liðurinn 114 Skattar á vöru og þjónustu lækki um 4.000,0 m.kr.
     4.      Liðurinn 116.1.6 Gjald á bankastarfsemi hækki um 4.000,0 m.kr.
     5.      Liðurinn 141.5.20 Veiðigjald fyrir veiðiheimildir hækki um 4.000,0 m.kr.

Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Samtals
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 2:
29 Fjölskyldumál
     6.      Við 29.10 Barnabætur
    09 Fjármála- og efnahagsráðuneyti
a.     Rekstrartilfærslur
13.965,0 3.000,0 16.965,0
b.      Framlag úr ríkissjóði
13.965,0 3.000,0 16.965,0
31 Húsnæðis- og skipulagsmál
     7.      Við 31.10 Húsnæðismál
    09 Fjármála- og efnahagsráðuneyti
a. Rekstrartilfærslur
2.200,0 1.000,0 3.200,0
b. Framlag úr ríkissjóði
2.200,0 1.000,0 3.200,0
    10 Innviðaráðuneyti
c. Rekstrartilfærslur
8.458,6 1.000,0 9.458,6
d. Fjármagnstilfærslur
1.736,4 4.000,0 5.736,4
e. Framlag úr ríkissjóði
12.373,8 5.000,0 17.373,8

Greinargerð.

    Í 1. tölul. er gerð tillaga um 4.000 millj. kr. hækkun skatta af launatekjum með því að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega skráðar sem fjármagnstekjur.
    Í 2. tölul. er gerð tillaga um 5.000 millj. kr. hækkun fjármagnstekjuskatts.
    Í 3. tölul. er gerð tillaga um að liðurinn 114 Skattar á vöru og þjónustu lækki um 4.000 millj. kr.
    Í 4. tölul. er gerð tillaga um að liðurinn 116.1.6 Gjald á bankastarfsemi hækki um 4.000 millj. kr.
    Í 5. tölul. er gerð tillaga um 4.000 millj. kr. hækkun veiðigjalda, m.a. með því að endurskoða frádráttarheimildir frá veiðigjaldsstofni og hækka prósentuna.
    Í 6. tölul. er gerð tillaga um 3.000 millj. kr. hækkun barnabóta.
    Í a-lið 7. tölul. er gerð tillaga um 1.000 millj. kr. hækkun vaxtabóta.
    Í c-lið 7. tölul. er gerð tillaga um 1.000 millj. kr. hækkun húsnæðisbóta.
    Í d-lið 7. tölul. er gerð tillaga um 4.000 millj. kr. hækkun stofnframlaga.