Ferill 551. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 733  —  551. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um skólaakstur og malarvegi.

Frá Teiti Birni Einarssyni.


     1.      Hve margir grunnskólanemendur nýta sér skólaakstur og hvernig skiptast þeir á milli sveitarfélaga? Hefur þeim fjölgað eða fækkað síðan ráðherra svaraði fyrirspurn um þetta efni á 149. löggjafarþingi (123. mál)?
     2.      Hver er heildarkílómetrafjöldi daglegs skólaaksturs innan hvers sveitarfélags, hve stór hluti hans fer um malarvegi og hver er fjöldi einbreiðra brúa á akstursleið skólabifreiða í hverju sveitarfélagi? Hvaða breyting hefur orðið á síðan ráðherra svaraði fyrrgreindri fyrirspurn á 149. löggjafarþingi?
     3.      Hefur umferðaröryggi og ástand malarvega batnað frá því að ráðherra svaraði fyrrgreindri fyrirspurn á 149. löggjafarþingi og ef svo er, að hvaða marki? Hafa t.d. malarvegir styst í kílómetrum talið eða þeim fækkað?


Skriflegt svar óskast.