Ferill 552. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 734  —  552. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um aðgerðir vegna ÍL-sjóðs.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.

     1.      Fór fram mat innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins á því hver viðbrögð markaðarins gætu verið í kjölfar yfirlýsinga ráðherra á blaðamannafundi um ÍL-sjóð þar sem hann boðaði samningaviðræður eða lagasetningu um slit á sjóðnum? Ef svo er, hver var niðurstaða ráðuneytisins um líkleg áhrif?
     2.      Lá fyrir eitthvert mat innan ráðuneytisins á því hvort sú aðgerð sem ráðherra boðaði á umræddum blaðamannafundi myndi hafa áhrif á lánshæfismat ríkisins?
     3.      Hefur farið fram mat á áhrifum taps lífeyrissjóða á gjöld og tekjur ríkissjóðs?
     4.      Hver er afstaða ráðherra til fyrirhugaðra aðgerða vegna ÍL-sjóðs hvað varðar traust og trúverðugleika ríkissjóðs á fjármálamörkuðum?


Skriflegt svar óskast.