Ferill 429. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 878  —  429. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um menningarminjar, nr. 80/2012 (aldursfriðun húsa og mannvirkja).

Frá Birgi Þórarinssyni.


    Í stað ártalsins „1930“ í 2. gr. komi: 1940.

Greinargerð.

    Breytingartillaga þessi varðar umsagnarskyldu skv. 30. gr. laga um menningarminjar, nr. 80/2012. Sú breyting sem lögð er til í frumvarpinu er óveruleg í árum talið á viðburðaríkum uppbyggingartímum í sögu Íslands. Lagt er til að í stað ársins 1930 verði miðað við árið 1940. Breyting frá núgildandi lögum nemur því 15 árum. Árin frá 1925 til 1940 voru umbrotatímar í íslensku þjóðfélagi, og ollu því m.a. atburðir utan landsteina, svo sem kreppan mikla og aðdragandi síðari heimsstyrjaldarinnar. Allt hafði þetta í för með sér miklar samfélagsbreytingar og áhrif á húsagerð á Íslandi. Með tillögu þessari eru stigin skref í átt að þeim sjónarmiðum sem fram komu í umsögnum um frumvarpið, m.a. frá Íslandsdeild ICOMOS.