Ferill 518. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 939  —  518. mál.
Svar


matvælaráðherra við fyrirspurn frá Helgu Völu Helgadóttur um fjölgun starfsfólks og embættismanna.


     1.      Hversu margt starfsfólk hefur verið ráðið til starfa hjá matvælaráðuneyti frá því að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum 28. nóvember 2021? Svar óskast sundurliðað eftir því:
                  a.      hvort um er að ræða skipun í embætti eða ráðningu,
                  b.      hvort um er að ræða tímabundnar ráðningar/skipanir eða ótímabundnar,
                  c.      hversu mörg ný störf er um að ræða.
                  a.      Skipað hefur verið í tvö embætti skrifstofustjóra.
                  b.      Skipun skrifstofustjóra er til fimm ára. Ráðið hefur verið í eitt starf tímabundið í eitt ár vegna fæðingarorlofs.Tvö störf eru vegna sérverkefnis og eru til tveggja ára. Sex störf eru ótímabundin.
                  c.      Um er að ræða sex ný störf. Þar af eru tvö vegna tímabundins verkefnis til tveggja ára og önnur tvö sem má rekja til þess að fjármála- og rekstrarskrifstofu ANR var skipt á milli tveggja ráðuneyta. Þessu til viðbótar fluttist eitt stöðugildi frá umhverfisráðuneyti til matvælaráðuneytis vegna Skógræktar og Landgræðslu.

     2.      Hversu margar stöður hafa verið auglýstar frá því í nóvember 2021? Svar óskast sundurliðað eftir því hvort um er að ræða skipun í embætti eða ráðningu.
    Sex stöður hafa verið auglýstar. Eitt embætti skrifstofustjóra var auglýst.

     3.      Hver er fjöldi stöðugilda á málefnasviðum matvælaráðuneytis samanborið við fjölda stöðugilda sömu málefnasviða í viðeigandi ráðuneytum í nóvember 2017?

nóvember 2017 desember 2022
Skrifstofa landbúnaðar 11,5 11
Skrifstofa sjávarútvegs 8,5 10
Skrifstofa matvæla 10
Skrifstofa sjálfbærni 3
Skrifstofa fjármála 18 12
Skrifstofa yfirstjórnar 2 1
Samtals 40 47

    Hinn 1. janúar 2020 voru sex starfsmenn Búnaðarstofu og verkefni þeirra flutt frá Matvælastofnun til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Á árinu 2020 var skrifstofa matvæla stofnuð í ráðuneytinu og á árinu 2022 var skrifstofa sjálfbærni stofnuð. Í nóvember 2017 voru starfandi tveir bílstjórar í ráðuneytinu og voru á skrifstofu fjármála. Bílstjórar hafa verið fluttir til Umbru, rekstrarfélags Stjórnarráðsins. Þrír starfsmenn voru í fæðingarorlofi í desember 2022 þannig að raunfjölgun milli áranna 2017 og 2022 er fjögur stöðugildi, þar af eru tvö vegna tímabundinnar ráðningar í sérverkefni.

     4.      Hver er áætlaður viðbótarkostnaður vegna fjölgunar starfsfólks hjá matvælaráðuneyti á kjörtímabilinu?

    Heildarkostnaður vegna fjögurra stöðugilda, þar af tveggja til tveggja ára, er áætlaður um 186 millj. kr. með launatengdum gjöldum á kjörtímabilinu.