Ferill 608. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 971  —  608. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um verklag lögreglu við tilkynningar um niðurfellingu rannsóknar.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hvernig er staðið að tilkynningum um niðurfellingu rannsóknar á tilkynntum brotum?
     2.      Hefur komið til skoðunar að tilkynningar fari fram rafrænt, t.d. á vefsíðunni Ísland.is eða í rekjanlegum bréfpósti?


Skriflegt svar óskast.