Ferill 639. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
2. uppprentun.

Þingskjal 1002  —  639. mál.
Ráðherra.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um IBAN-númer.

Frá Indriða Inga Stefánssyni.


     1.      Hefur komið til skoðunar í ráðuneytinu að breyta auðkenningu íslenskra IBAN-númera til að draga megi úr þeirri áhættu sem því fylgir að kennitala eiganda bankareiknings komi þar fram?
     2.      Telur ráðherra að það samrýmist lögum og reglum um persónuvernd að kennitala eiganda bankareiknings komi fram í IBAN-númeri reiknings?


Skriflegt svar óskast.