Ferill 651. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1021  —  651. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um loftbyssur.

Frá Indriða Inga Stefánssyni.


     1.      Hvaða lög og reglur gilda um notkun og meðferð loftbyssa? Samræmast þær reglur að mati ráðherra meintri hættu sem af loftbyssum stafar?
     2.      Hefur ráðherra í hyggju að auka með einhverjum hætti möguleika ungs fólks til að stunda skotíþróttir með loftbyssum án þess að til þess þurfi skotvopnaleyfi?


Skriflegt svar óskast.