Ferill 666. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1036  —  666. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um samninga um skólaþjónustu.

Frá Eyjólfi Ármannssyni.


     1.      Hvaða einkaaðilar hafa gert samninga við sveitarfélög um framkvæmd lögbundinnar skólaþjónustu grunnskóla undanfarinn áratug, svo sem um rekstur grunnskóla, innleiðingu nýrra kennsluaðferða, gerð námsefnis og fleira þess háttar?
     2.      Hve mikið hafa sveitarfélög greitt til einkaaðila vegna slíkra samninga undanfarinn áratug? Svar óskast sundurgreint eftir aðilum.
     3.      Hvaða sveitarfélög hafa gert samninga við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA) um lögbundna skólaþjónustu?
     4.      Hvers konar lögbundin skólaþjónusta fer fram á grundvelli samninga sveitarfélaga við MSHA?
     5.      Hve mikið hafa sveitarfélög greitt fyrir þjónustu MSHA á hverju ári undanfarin fimm ár?
     6.      Hver er kostnaður af innleiðingu byrjendalæsis í grunnskólum landsins á vegum MSHA, hvernig dreifist hann á skóla og hvaða aðilar fá greiðslur vegna innleiðingar og ráðgjafar vegna hennar og hve miklar?
     7.      Eru aðrar lestrarkennsluaðferðir en byrjendalæsi innleiddar eða í innleiðingu í grunnskólum landsins?


Skriflegt svar óskast.