Ferill 738. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1253  —  738. mál.
Síðari umræða.



Nefndarálit


um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 69/2021 og nr. 70/2021 um breytingar á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn og nr. 270/2022 um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn.

Frá meiri hluta utanríkismálanefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ingólf Friðriksson frá utanríkisráðuneyti og Daða Ólafsson og Ragnheiði Guðnadóttur frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta fyrir Íslands hönd eftirfarandi ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar:
     1.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 69/2021 frá 5. febrúar 2021 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn (Neytendavernd) og að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2161 frá 27. nóvember 2019 um breytingu á tilskipun ráðsins 93/13/EBE og tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/6/EB, 2005/29/EB og 2011/83/ESB að því er varðar betri framfylgd og nútímavæðingu reglna Sambandsins um neytendavernd.
     2.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 70/2021 frá 5. febrúar 2021 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn (Neytendavernd) og að fella inn í samninginn eftirfarandi gerðir:
                  a.      Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/770 frá 20. maí 2019 um tiltekna þætti varðandi samninga um afhendingu á stafrænu efni og stafrænni þjónustu.
                  b.      Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/771 frá 20. maí 2019 um tiltekna þætti varðandi samninga um sölu á vörum, um breytingu á reglugerð (ESB) 2017/2394 og tilskipun 2009/22/EB og um niðurfellingu tilskipunar 1999/44/EB.
     3.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 270/2022 frá 23. september 2022 um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn og að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1151 frá 20. júní 2019 um breytingu á tilskipun (ESB) 2017/1132 að því er varðar notkun stafrænna tóla og ferla í félagarétti.
    Framsetning tillögunnar telst að mati meiri hlutans í samræmi við 7. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála.
    Meiri hlutinn leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Birgir Þórarinsson og Jóhann Friðrik Friðriksson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en rita undir álit þetta í samræmi við heimild í 4. mgr. 28. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

Alþingi, 6. mars 2023.

Bjarni Jónsson,
form., frsm.
Birgir Þórarinsson. Diljá Mist Einarsdóttir.
Jakob Frímann Magnússon. Jóhann Friðrik Friðriksson. Logi Einarsson.
Njáll Trausti Friðbertsson. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.