Ferill 844. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1304  —  844. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um kostnað vegna þátttöku Íslands í EES-samstarfinu.

Frá Jakobi Frímanni Magnússyni.


     1.      Hver var árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þátttöku Íslands í rekstri EFTA árin 2012– 2022?
     2.      Hversu mikið var greitt árlega úr ríkissjóði til EES vegna álagðra gjalda eða kostnaðarþátttöku í sameiginlegum verkefnum á sama tímabili?
     3.      Hver var árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna innleiðingar EES-tilskipana á sama tímabili?
     4.      Hversu mörg stöðugildi þarf til að vinna að innleiðingu EES-tilskipana? Svar óskast sundurliðað eftir ráðuneytum og undirstofnunum þeirra.


Skriflegt svar óskast.