Ferill 884. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1386  —  884. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um söfnun og endurvinnslu veiðarfæra.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvað líður staðfestingu ráðherra á nýjum samningi sem meiri hluti stjórnar Úrvinnslusjóðs gerði við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi um meðhöndlun veiðarfæraúrgangs síðari hluta árs 2021?
     2.      Hefur verið metinn árangur af fyrri samningi frá 2005 um sama efni?
     3.      Telji ráðuneytið að samningurinn uppfylli ekki ákvæði laga um úrvinnslugjald, líkt og fram kemur í umsögn Umhverfisstofnunar, hver verða næstu skref til að uppfæra ákvæði hans í takt við gildandi lög?
     4.      Kannast ráðuneytið við að samningsaðilar séu farnir að starfa samkvæmt hinum nýja samningi, þrátt fyrir að hann hafi ekki hlotið staðfestingu ráðherra? Ef svo er, hver er afstaða ráðuneytisins til þess?
     5.      Hvert er safnað magn veiðarfæraúrgangs sem flutt er úr landi árlega frá 2005, samkvæmt bókhaldi Umhverfisstofnunar, og hvert fer hann í meðhöndlun?
     6.      Hvernig er söfnunar- og endurvinnsluhlutfall veiðarfæraúrgangs reiknað og hvaða gögn liggja að baki þeim útreikningum?


Skriflegt svar óskast.