Ferill 920. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1444  —  920. mál.
Fyrirspurn


til innviðaráðherra um bundið slitlag á héraðs- og tengivegum.

Frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur.


     1.      Hver er samanlögð vegalengd héraðs- og tengivega á Íslandi, sundurliðað eftir kjördæmum?
     2.      Hversu stór hluti þessara héraðs- og tengivega hefur verið lagður bundnu slitlagi, sundurliðað eftir kjördæmum?
     3.      Hver er áætlaður kostnaður við að ljúka lagningu bundins slitlags á alla héraðs- og tengivegi, sundurliðað eftir kjördæmum?
     4.      Hvenær er áætlað að ljúka lagningu bundins slitlags á alla héraðs- og tengivegi?


Skriflegt svar óskast.