Ferill 827. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1445  —  827. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um viðveru erlends herliðs.


     1.      Hversu mikil var viðvera erlends herliðs á Íslandi á árunum 2017–2022? Þess er óskað að fram komi tímasetning og lengd viðveru hvers hóps, upprunaríki, fjöldi liðsmanna og tilefni viðveru.
    Í töflunum hér að neðan er yfirlit yfir viðveru erlends herliðs á Íslandi á árunum 2017– 2022 ásamt upplýsingum um tímasetningar, upprunaríki, fjölda liðsmanna og tilefni viðveru.

2022 Hópur Fjöldi (meðaltal) Tímabil Tilefni
Bandaríski sjóherinn (P8) 171 1. jan. – 31. des. Kafbátaeftirlit
Bandaríski sjóherinn (MTOC) 19 1. jan. – 31. des. Kafbátaeftirlit
Kanadíski flugherinn 30 26. jan. – 17. mars Kafbátaeftirlit
Portúgalski flugherinn 74 26. jan. – 14. apríl Loftrýmisgæsla
Þýskir, breskir og bandarískir liðsmenn 115 23. mars – 19. apríl Norður-Víkingur
Ítalski flugherinn 127 16. apríl – 7. júlí Loftrýmisgæsla
Danski flugherinn 12 25. júlí – 30. ágúst Viðgerð á þyrlu
Sprengjusérfræðingar frá ýmsum bandalagsríkjum 212 19. sept. – 14. okt. Northern Challenge
Kanadíski flugherinn 35 30. sept. – 21. des. Kafbátaeftirlit

2021 Hópur Fjöldi (meðaltal) Tímabil Tilefni
Bandaríski sjóherinn (P8) 54 1. jan. – 3. mars Kafbátaeftirlit
Bandaríski sjóherinn (MTOC) 16 1. jan. – 31. des Kafbátaeftirlit
Kanadíski flugherinn 26 1. jan. – 31. jan Kafbátaeftirlit
Norski flugherinn 91 2. feb. – 5. apríl Loftrýmisgæsla
Bandaríski sjóherinn (P8) 177 16. mars – 31. des. Kafbátaeftirlit
Franskir, þýskir og kanadískir liðsmenn 46 20. júní – 5. ágúst Dynamic Mongoose
Bandaríski flugherinn 102 3. júlí – 4. ágúst Loftrýmisgæsla
Pólski flugherinn 101 5. ágúst – 5. okt. Loftrýmisgæsla
Bandaríski flugherinn 120 12. ágúst – 26. sept. B2 verkefni
Danski flugherinn 14 15. sept. – 18. okt. Viðgerð á þyrlu
Sprengju sérfræðingar frá fjölda þjóða 156 9. okt. – 3. nóv. Northern Challenge
Kanadíski flugherinn 40 13. nóv. – 24. des. Kafbátaeftirlit

2020 Hópur Fjöldi (meðaltal) Tímabil Tilefni
Bandaríski sjóherinn (P8) 58 1. jan. – 18. jan. Kafbátaeftirlit
Bandaríski sjóherinn (MTOC) 15 1. jan. – 31. des. Kafbátaeftirlit
Bandarískir og norskir liðsmenn 45 22. jan. – 4. maí Norður-Víkingur
Kanadíski flugherinn 22 27. jan. – 27. maí Kafbátaeftirlit
Norski flugherinn 91 2. feb. – 3. apríl Loftrýmisgæsla
Bandaríski sjóherinn (P8) 24 3. feb. – 7. feb. Kafbátaeftirlit
Bandaríski sjóherinn (P8) 17 1. mars – 6. mars Kafbátaeftirlit
Ítalski flugherinn 113 24. maí – 28. júlí Loftrýmisgæsla
Bandaríski sjóherinn (P8) 105 8. júní – 24. nóv. Kafbátaeftirlit
Breskir, norskir og franskir liðsmenn 34 26. júní – 20. júlí Dynamic Mongoose
Danski flugherinn 10 1. júlí – 19. júlí Viðgerð á þyrlu
Sprengjusérfræðingar frá fjölda þjóða 37 29. ágúst – 22. sept. Northern Challenge
Danski flugherinn 10 22. sept. – 27. okt. Viðgerð á þyrlu
Bandaríski flugherinn 167 1. okt. – 10. nóv. Loftrýmisgæsla
Kanadíski flugherinn 46 17. okt. – 6. nóv. Kafbátaeftirlit
Bandaríski sjóherinn (P8) 4 14. des. – 20. des. Kafbátaeftirlit

2019 Hópur Fjöldi (meðaltal) Tímabil Tilefni
Bandaríski sjóherinn (P8) 57 28. jan. – 24. feb. Kafbátaeftirlit
Bandaríski sjóherinn (MTOC) 7 3. feb. – 23. feb. Kafbátaeftirlit
Ítalski flugherinn 107 1. mars – 18. apríl Loftrýmisgæsla
Bandaríski sjóherinn (MTOC) 11 28. mars – 30. nóv. Kafbátaeftirlit
Bandaríski sjóherinn (P8) 12 12. apríl – 15. júlí Kafbátaeftirlit
Bandaríski flugherinn 105 21. júlí – 27. ágúst Loftrýmisgæsla
Bandaríski sjóherinn (P8) 13 20. maí – 10. júní Kafbátaeftirlit
Sprengjusérfræðingar frá fjölda þjóða 122 31. ágúst – 24. sept. Northern Challenge
Ítalski flugherinn 139 23. sept. – 31. okt. Loftrýmisgæsla
Bandaríski sjóherinn (P8) 54 20. okt. – 14. des. Kafbátaeftirlit
Breski flugherinn 103 28. okt. – 17. des. Loftrýmisgæsla

2018 Hópur Fjöldi (meðaltal) Tímabil Tilefni
Bandaríski sjóherinn (MTOC) 7 1. jan. – 16. feb. Kafbátaeftirlit
Danski flugherinn 45 5. apríl – 2. maí Loftrýmisgæsla
Bandaríski sjóherinn (P8) 91 17. júní – 12. júlí Kafbátaeftirlit
Bandaríski sjóherinn (MTOC) 7 19. júní – 11. júlí Kafbátaeftirlit
Bandaríski flugherinn 167 24. júlí – 3. sept. Loftrýmisgæsla
Bandaríski sjóherinn (MTOC) 14 24. ágúst – 28. ágúst Kafbátaeftirlit
Ítalski flugherinn 127 27. ágúst – 10. okt. Loftrýmisgæsla
Sprengjusérfræðingar frá fjölda þjóða 140 16. sept. – 27. sept. Northern Challenge
Bandaríski sjóherinn (P8) 29 14. okt. – 30. okt. Kafbátaeftirlit

2017 Hópur Fjöldi (meðaltal) Tímabil Tilefni
Ítalski flugherinn 100 9. mars – 30. apríl Loftrýmisgæsla
Bandaríski sjóherinn (MTOC) 11 19. apríl – 31. des. Kafbátaeftirlit
Bandaríski sjóherinn (P8) 11 19. apríl – 31. des. Kafbátaeftirlit
Kanadíski flugherinn 119 1. maí – 23. júní Loftrýmisgæsla
Breskir, bandarískir, franskir, kanadískir og þýskir liðsmenn 140 18. júní – 9. júlí Dynamic Mongoose
Bandaríski sjóherinn (P8) 9 1. júlí – 15. júlí Kafbátaeftirlit
Bandaríski flugherinn 119 15. ágúst – 19. okt. Loftrýmisgæsla
Bandaríski sjóherinn (P8) 54 21. ágúst – 17. des. Kafbátaeftirlit
Sprengjusérfræðingar frá fjölda þjóða 139 23. sept. – 20. okt. Northern Challenge

     2.      Komu upp dagar á fyrrgreindu tímabili þar sem enginn liðsmaður erlends hers var staðsettur á landinu? Sé svo er þess óskað að fram komi hvaða daga það gerðist. Hafi það ekki gerst á tímabilinu er óskað upplýsinga um það hvenær háttaði síðast svo til að enginn liðsmaður erlends hers var á landinu.
    Já, á árunum 2017–2022 komu upp um það bil 260 dagar þar sem enginn liðsmaður erlends hers var staðsettur á landinu. Síðast háttaði svo til 31. desember 2019.

2019 Engin viðvera
1. jan. – 27. jan.
18. des. – 31. des.
2018 Engin viðvera
17. feb. – 4. apríl
3. maí – 17. júní
30. okt. – 31. des.
2017 Engin viðvera
1. jan. – 8. mars

     3.      Hvaða samráð hefur átt sér stað við íslensk stjórnvöld varðandi aukna viðveru erlends herliðs á tímabilinu? Hvaða efnislegu umræðu, og eftir atvikum afgreiðslu, hefur þróunin fengið innan ríkisstjórnar og Alþingis? Hversu miklar telur ráðuneytið að breytingar á viðveru herliðs þurfi að vera til að flokkast sem meiri háttar utanríkismál?
    Íslensk stjórnvöld eiga náið og reglulegt samráð um þau verkefni sem erlend herlið sinna á og frá Íslandi. Stjórnvöld hafa fullt forræði yfir því hvaða liðsafli dvelur hér á hverjum tíma. Það er m.a. tilgreint í tvíhliða varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951 og síðari viðbótum við hann. Í ljósi umfangs viðveru liðsafla Bandaríkjanna er viðhaft a.m.k. vikulegt samráð við varnarmálafulltrúann í sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík.
    Ytri aðstæður ákvarða að verulegu leyti umfang verkefna liðsafla og því getur verið mikill munur á stærð liðsafla milli tímabila, jafnvel milli daga. Eðlisbreyting á öryggisumhverfi í okkar heimshluta hefur kallað á aukna viðveru á Norður-Atlantshafi, þar á meðal á Íslandi. Ísland styður við viðveru og viðbúnað á svæðinu með því að veita gistiríkjaaðstöðu til bandalagsríkja sem er mikilvægt framlag Íslands til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins. Umræða um þróun öryggis- og varnarmála er reglulega á dagskrá ríkisstjórnar og utanríkismálanefndar. Þá koma fram greinargóðar upplýsingar um viðbúnað og viðveru í skýrslum utanríkisráðherra til Alþingis og í svörum við fyrirspurnum þingmanna.

     4.      Á hvaða mati byggir hin aukna viðvera? Á hvaða vettvangi fer matið fram af hálfu íslenskra stjórnvalda og hvaða greiningar liggja því til grundvallar?
    Það er samdóma mat herstjórna Atlantshafsbandalagsins og bandalagsríkjanna að breytt öryggisástand í Evrópu kalli á aukinn viðbúnað, æfingar og aukið eftirlit, m.a. á Norður-Atlantshafi. Ísland tekur virkan þátt í starfsemi Atlantshafsbandalagsins þar sem umfangsmikil greiningarvinna og mat fer fram. Þá eiga stjórnvöld jafnframt í nánu og reglulegu samráði við stjórnvöld og hermálayfirvöld í einstökum aðildarríkjum, einna helst í Bandaríkjunum, þar að lútandi.

    Alls fóru 35 vinnustundir í að taka þetta svar saman.