Ferill 862. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1552  —  862. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Hildi Sverrisdóttur um tæknifrjóvganir og ófrjósemisaðgerðir.


     1.      Hvað tóku Sjúkratryggingar Íslands þátt í kostnaði við margar tæknifrjóvganir sem falla undir 3. gr. reglugerðar nr. 1239/2018 á árunum 2019–2022? Svar óskast sundurliðað eftir árum og endurgreiðsluhlutfalli Sjúkratrygginga.

Tæknifrjóvgun
Sundurliðaður fjöldi
2019 2020 2021 2022 Alls Endurgreiðsluhlutfall
Glasafrjóvgun (ICSI/IVF)
Fyrsta meðferð
199 233 314 280 1.026 5%
Glasafrjóvgun (ICSI/IVF)
Önnur til fjórða meðferð
174 221 264 289 948 65%
Glasafrjóvgun (ICSI/IVF)
Fyrsta meðferð eftir lyfjameðferð
4 3 0 2 9 65%
Alls 377 457 578 571 1983
    
     2.      Hver var kostnaður hins opinbera við tæknifrjóvganir sem falla undir 3. gr. reglugerðar nr. 1239/2018 á árunum 2019–2022? Svar óskast sundurliðað eftir árum.

Tæknifrjóvgun
Kostnaður Sjúkratrygginga
2019 2020 2021 2022 Alls
Glasafrjóvgun (ICSI/IVF)
Fyrsta meðferð
4.776.000 5.592.000 7.536.000 6.720.000 24.624.000
Glasafrjóvgun (ICSI/IVF)
Önnur til fjórða meðferð
45.900.144 68.952.000 82.368.000 90.168.000 287.388.144
Glasafrjóvgun (ICSI/IVF)
Fyrsta meðferð eftir lyfjameðferð
1.248.000 936.000 624.000 2.808.000
Annað (a–d-liður 3. tölul. 3. gr. reglugerðar) 3.600.625 1.287.549 1.453.396 1.487.196 7.828.766
Alls 55.524.769 76.767.549 91.357.396 98.999.196 322.648.910

     3.      Hver var kostnaður hins sjúkratryggða við tæknifrjóvganir sem falla undir 3. gr. reglugerðar nr. 1239/2018 á árunum 2019–2022? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
    Kostnaður einstaklinga í eftirfarandi töflu miðast við gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1241/2018, fyrir tæknifrjóvgun sem ekki hefur verið samið um. Ljóst er að kostnaður einstaklinga er hærri þar sem gjaldskrá Livio hefur hækkað umfram fyrrgreinda gjaldskrá.

Tæknifrjóvgun
Kostnaður sjúkratryggðra
2019 2020 2021 2022 Alls
Glasafrjóvgun (ICSI/IVF)
Fyrsta meðferð
90.744.000 106.248.000 143.184.000 127.680.000 467.856.000
Glasafrjóvgun (ICSI/IVF)
Önnur til fjórða meðferð
24.715.462 37.128.000 44.352.000 48.552.000 154.747.462
Glasafrjóvgun (ICSI/IVF)
Fyrsta meðferð eftir lyfjameðferð
672.000 504.000 336.000 1.512.000
Annað (a–d-liður 3. tölul. 3. gr. reglugerðar) 1.938.798 1.938.798
Alls 118.070.260 143.880.000 187.536.000 176.568.000 626.054.260

     4.      Hversu margar ófrjósemisaðgerðir sem falla undir lög nr. 35/2019 voru framkvæmdar á Íslandi á árunum 2019–2022? Svar óskast sundurliðað eftir árum, kyni sjúklinga og tegund aðgerðar.
    Embætti landlæknis hefur ekki upplýsingar um fjölda ófrjósemisaðgerða eftir árið 2018. Fyrir gildistöku laga nr. 35/2019 byggðu gögn landlæknis um ófrjósemisaðgerðir á skráðum upplýsingum á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem embætti landlæknis fékk send frá heilbrigðisstarfsfólki og heilbrigðisstofnunum sem framkvæmdu slíkar aðgerðir. Eftir gildistöku hinna nýju laga var útgáfu umsóknareyðublaðanna um ófrjósemisaðgerðir hætt, enda markmið laganna m.a. að tryggja einstaklingum sjálfsforræði til að taka ákvörðun um ófrjósemisaðgerð. Þá er í hinum nýju lögum ekki kveðið á um að landlæknir skuli halda sérstaka skrá um ófrjósemisaðgerðir eins og áður var. Í stað þess að halda sérstaka ópersónugreinanlega skrá um ófrjósemisaðgerðir var ákveðið að byggja upplýsingar um þessa tegund heilbrigðisþjónustu á skráðum sjúkdómsgreiningum og aðgerðarkóðum úr sjúkraskrárkerfum sem berast í heilbrigðisskrár sem embætti landlæknis heldur, sbr. 8. gr. laga um landlækni og lýðheilsu.
    Flestar ófrjósemisaðgerðir eru gerðar á stofum sjálfstætt starfandi lækna og eiga skráningar um slíkar aðgerðir því að mestu að vera í samskiptaskrá sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, sbr. 8. tölul. 2. mgr. fyrrgreinds ákvæðis. Hins vegar hefur embættið ekki kallað eftir upplýsingum sérfræðilækna í skrána í nokkur ár þar sem fram kemur í áliti Persónuverndar í máli nr. 2020010064 að þörf sé á skýrari ákvæðum í settum lögum um heilbrigðisskrár.
    Innan ráðuneytisins er unnið að endurskoðun á ákvæðum laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu, um heilbrigðisskrár landlæknis, m.a. til að taka af allan vafa um heimildir til gagnaöflunar. Stefnt er á að leggja fram frumvarp um þær breytingar á 154. löggjafarþingi 2023–2024.

     5.      Hver var kostnaður hins opinbera við ófrjósemisaðgerðir sem falla undir lög nr. 35/2019 á árunum 2019–2022? Svar óskast sundurliðað eftir árum, kyni sjúklinga og tegund aðgerðar.
    Ekki liggja fyrir upplýsingar um kostnað hins opinbera við ófrjósemisaðgerðir sem falla undir lög nr. 35/2019 á árunum 2019–2022. Embætti landlæknis hefur ekki upplýsingar um fjölda ófrjósemisaðgerða eftir árið 2018, sjá svar við 4. tölul. fyrirspurnar.