Ferill 818. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1563  —  818. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um vaxtakjör ríkisins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvaða vextir hafa verið í boði fyrir ríkissjóð í hverjum mánuði á undanförnum tveimur árum, flokkað eftir verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum? Svar óskast sundurliðað nánar ef þarf til þess að gefa glögga mynd af þeim vaxtakjörum sem standa ríkissjóði til boða.

    Vakin er athygli á því að upplýsingar um það talnaefni sem hér er spurt um liggja fyrir opinberlega á vefsetri Lánamála ríkisins, lanamal.is, og er eftirfarandi svar byggt á þeim gögnum.
    Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa hefur hækkað stöðugt frá því hún náði lágmarki um mitt ár 2020. Frá þeim tíma hefur ávöxtunarkrafa á 10 ára óverðtryggð ríkisbréf hækkað úr um 2,3% í um 7,3% í mars 2023. Ávöxtunarkrafa verðtryggðra ríkisbréfa hækkaði á sama tímabili úr um 0,3% í um 2%. Hækkandi verðbólguvæntingar spila stórt hlutverk í hækkun ávöxtunarkröfu á óverðtryggð ríkisbréf en þær leiða til hærra verðbólguálags sem fjárfestar vilja fá svo vænt ávöxtun óverðtryggðra bréfa jafnist á við verðtryggð bréf. Erlendis hefur þróun vaxta og verðlags verið í sömu átt sem bæði eykur innflutta verðbólgu á Íslandi með samsvarandi áhrifum á innlent verðbólguálag og gerir það að verkum að hærra vaxtastig þarf á Íslandi til að viðhalda sama vaxtamun við útlönd og áður.
    Eftirfarandi myndir og töflur sýna þróun ávöxtunarkröfu samþykktra tilboða í útboðum ríkisbréfa frá ársbyrjun 2020 til síðasta útboðs sem haldið var 17. febrúar 2023.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





















    Í eftirfarandi töflum eru sömu gögn og í myndunum að framan sett fram með öðrum hætti. Raðirnar sýna þá mánuði sem útboð áttu sér stað. Dálkarnir sýna flokka ríkisbréfa þar sem fyrstu tveir tölustafir flokkanna tákna árið sem þeir koma á gjalddaga.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.











Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.