Ferill 972. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1606  —  972. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Ragnhildi Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur um fæðingarorlof.

    
    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margir foreldrar hafa farið í fæðingarorlof í fleiri en eitt tímabil og/eða dreift orlofinu á lengra tímabil, hvort heldur er samhliða minnkuðu starfshlutfalli eða ekki, síðustu fimm ár, sundurliðað eftir árum?

    Í eftirfarandi töflu má sjá hve margir foreldrar hafa nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs á fleiri en einu tímabili og/eða hafa dreift rétti sínum til fæðingarorlofs, svo sem samhliða minnkuðu starfshlutfalli, síðustu fimm ár, sundurliðað eftir árum. Foreldrum er heimilt að nýta rétt sinn til fæðingarorlofs fram að 24 mánaða aldri barns og því liggja ekki fyrir endanlegar tölur fyrir árin 2021* og 2022*.

2018 2019 2020 2021* 2022*
Móðir 2.699 2.927 2.955 3.250 3.045
Faðir 2.481 2.583 2.826 3.123 2.248
Foreldri 21 27 14 33 28
Alls 5.201 5.537 5.795 6.406 5.321
                         Heimild: Vinnumálastofnun.