Ferill 1026. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1635  —  1026. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um eftirlit með sölu áfengis.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hver ber ábyrgð á eftirliti með því hvort starfsemi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins samræmist áfengislögum, nr. 75/1998?
     2.      Hversu oft hefur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins gerst brotleg við 18. gr. áfengislaga?
     3.      Hvaða viðurlög eru við því að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins gerist brotleg við 18. gr. áfengislaga?
     4.      Hvaða skyldur hvíla á Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins samkvæmt áfengislögum sem handhafa einkaleyfis á smásölu áfengis?
     5.      Hvaða skilyrði þarf Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins að uppfylla um reksturinn samkvæmt áfengislögum?
     6.      Hvernig hafa sveitarfélög eftirlit með því að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ræki skyldur sínar og uppfylli skilyrði sem um reksturinn gilda samkvæmt áfengislögum?
     7.      Hversu oft hefur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins fengið áminningu skv. 25. gr. áfengislaga? Hvenær voru þessar áminningar gefnar út og af hvaða sveitarfélögum?
     8.      Hvernig er eftirliti sveitarfélaga með skilyrðum fyrir smásöluleyfi vegna áfengisútsölu háttað?
     9.      Hversu oft hefur leyfisveitandi afturkallað smásöluleyfi vegna áfengisútsölu skv. 24. gr. áfengislaga? Hvenær voru þessi leyfi afturkölluð og hvaða leyfisveitandi afturkallaði þau?


Skriflegt svar óskast.