Ferill 788. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1643  —  788. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni um málsmeðferð ríkisskattstjóra vegna álagningar og vanskila.


     1.      Er sá tveggja mánaða frestur sem kveðið er á um í 5. mgr. 96. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, almennt virtur í framkvæmd? Hver er meðalúrskurðartími hjá Skattinum síðustu fimm ár, þ.e. frá lokum þess frests sem hann hefur veitt skattaðila til að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar á framtalsgögnum (sem eru 15 dagar) og þar til úrskurður er kveðinn upp?
    Samkvæmt upplýsingum frá Skattinum er sá tveggja mánaða frestur sem kveðið er á um í 5. mgr. 96. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, almennt virtur í framkvæmd. Ekki liggja þó fyrir upplýsingar um þann meðalúrskurðartíma sem spurt er um, en í þessu samhengi er rétt að benda á að skattaðilar fá iðulega framlengda fresti til að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar á framtalsgögnum.

     2.      Hversu háa upphæð hefur ríkisskattstjóri lagt á lögaðila undanfarin fimm ár vegna vanskila á greiðslum launatengdra gjalda, sundurliðað eftir árum? Annars vegar er spurt um fyrstu tíu dagana sem launagreiðslur eru í vanskilum og hins vegar gjöld vegna vanskila frá 11. degi.
    Tölulegt svar er að finna í eftirfarandi töflum. Töflur 1–3 sýna álag sem lagt hefur verið á lögaðila vegna vanskila þeirra. Beiðni um að sundurgreina upphæðir eftir því hve lengi þær hafa verið í vanskilum hefur hér verið túlkuð á þann veg að þeim er skipt eftir álagi annars vegar og dráttarvöxtum hins vegar. Tölur í þessum töflum varða álag vegna staðgreiðslu launagreiðenda (tekjuskattur), dráttarvexti vegna þeirrar sömu staðgreiðslu, og dráttarvexti vegna tryggingagjalds. Lúta tölurnar að innheimtu á landinu í heild en ekki einungis að innheimtu ríkisskattstjóra.
    Álag vegna staðgreiðslu launagreiðenda er einn hundraðshluti af upphæð vanskilafjár fyrir hvern dag eftir eindaga, þó ekki hærra en tíu hundraðshlutar. Gjalddagi staðgreiðslu launagreiðenda er fyrsti dagur hvers mánaðar, og er eindagi 14 dögum síðar. Dráttarvextir leggjast á staðgreiðslu frá og með gjalddaga hafi ekki verið greitt á fyrsta degi næsta mánaðar eftir eindaga. Gjalddagi tryggingagjalds er fyrsti dagur hvers mánaðar og er eindagi 14 dögum síðar. Dráttarvextir leggjast á tryggingagjald frá og með gjalddaga hafi ekki verið greitt á eindaga.
    Í töflu 4 hafa dráttarvextir vegna staðgreiðslu og tryggingagjalds verið teknir saman. Þá sýnir tafla 5 samantekt á upphæðum vanskilafjár sem innheimt var á árunum 2018–2022. Álag vegna staðgreiðslu launagreiðenda árið 2018 sýnir því sem dæmi innheimtu þess almanaksárs vegna vanskila á gjöldum sem stofnað var til árin áður.
    Tölur eru fengnar frá Skattinum og Fjársýslunni. Þá ber að athuga að tryggingagjald er lagt á bæði einstaklinga í rekstri og lögaðila en upplýsingar hafa hér verið takmarkaðar við lögaðilana.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


























Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.












Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.