Ferill 1031. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1649  —  1031. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um áætlanir um mönnun í heilbrigðiskerfinu.

Frá Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur.


     1.      Hefur verið gerð áætlun um að leysa það vandamál að fjöldi fólks er án heimilislæknis? Ef svo er, hvernig er sú áætlun?
     2.      Liggur fyrir áætlun um að fjölga læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fastráðnu heilbrigðisstarfsfólki utan höfuðborgarsvæðisins? Ef svo er, hvernig er sú áætlun?


Skriflegt svar óskast.