Ferill 1045. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1678  —  1045. mál.
Fyrirspurn


til innviðaráðherra um stöðu framkvæmda í samgönguáætlun.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hversu miklu fé hefur verið varið til hverrar framkvæmdar í fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020–2024 í samanburði við fyrirhuguð framlög í áætluninni?
     2.      Hver er staða hverrar framkvæmdar í fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020–2024 í samanburði við fyrirhugaðan verktíma í áætluninni?
     3.      Á hvaða hönnunarstig er hver framkvæmd í samgönguáætlun fyrir árin 2020–2034 komin í samanburði við það hönnunarstig sem var lokið þegar þingsályktunin var samþykkt?


Skriflegt svar óskast.