Ferill 1056. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1728  —  1056. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um flugstöð innanlandsflugs á Reykjavíkurflugvelli.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hver er eigandi að flugstöð innanlandsflugs á Reykjavíkurflugvelli?
     2.      Hverjir eru leigutakar í flugstöðinni? Óskað er upplýsinga um það hvenær leigusamningar voru gerðir og til hversu langs tíma þeir eru. Jafnframt er óskað upplýsinga um leiguverð samninganna í heild og umreiknað á fermetra.
     3.      Hver var kostnaður við malarstæði sem í upphafi var ætlað til bráðabirgða við flugstöðina og hver stóð straum af honum? Eru áformaðar frekari framkvæmdir við bílastæði á svæðinu?
     4.      Hvenær stendur til að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum við flugstöðina?
     5.      Hvert munu tekjur af bílastæðagjöldum og sektum renna?


Skriflegt svar óskast.