Ferill 1061. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Prentað upp.

Þingskjal 1733  —  1061. mál.
Munnlegt svar.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um sjúkraflug.

Frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja aðgengi sjúkraflugs að Landspítala?
     2.      Hefur ráðherra í hyggju að bregðast við aukinni þörf á sjúkraflugi samhliða fjölgun ferðamanna? Ef svo er, hvernig?
     3.      Hefur ráðherra í hyggju að tryggja aðgengi sjúkraflugs að fjölförnum ferðamannastöðum í dreifbýli? Ef svo er, hvernig?
     4.      Hvaða niðurstöðum skilaði samráðshópur um sjúkraflug, samkvæmt tillögu starfshóps frá 2018, um aukna aðkomu þyrlna að sjúkraflugi?
     5.      Hyggst ráðherra bregðast við niðurstöðum þessa samráðshóps? Ef svo er, hvernig?


Munnlegt svar óskast.