Ferill 751. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1745  —  751. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um leigu skráningarskyldra ökutækja, nr. 65/2015 (starfsleyfi).

(Eftir 2. umræðu, 9. maí.)


1. gr.

    2. tölul. 2. gr. laganna orðast svo: Geymslustaður er svæði eða rými þar sem ökutækjaleiga geymir skráningarskyld ökutæki.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „hafa fasta starfsstöð“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: geyma skráningarskyld ökutæki.
     b.      Í stað orðsins „ökutækjaleigu“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: geymslustaðar.
     c.      Orðið „hennar“ í 2. málsl. 2. mgr. fellur brott.
     d.      5. mgr. orðast svo:
                  Ökutækjaleiga skal hafa geymslustað þar sem skráningarskyld ökutæki eru geymd. Ökutækjaleiga getur á grundvelli starfsleyfis haft geymslustaði í fleiri en einu sveitarfélagi og skal hún þá tilkynna Samgöngustofu um geymslustaðina, auk þess sem jákvæð umsögn sveitarstjórnar skal liggja fyrir.
     e.      Orðin „en leyfishafi skal þó alltaf hafa fasta starfsstöð“ í 1. málsl. 6. mgr. falla brott.

3. gr.

    Í stað orðanna „umsækjandi eða forsvarsmaður“ í 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: umsækjandi og/eða forsvarsmaður.

4. gr.

    8. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
    Leyfisbréf skal vera sýnilegt á vefsíðu leyfishafa eða aðgengilegt leigutaka með öðrum hætti.

5. gr.

    6. mgr. 9. gr. laganna orðast svo:
    Leyfisbréf skal vera sýnilegt á vefsíðu leyfishafa eða aðgengilegt leigutaka með öðrum hætti.

6. gr.

    Í stað orðanna „leyfishafi eða forsvarsmaður“ tvívegis í 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: leyfishafi og/eða forsvarsmaður.

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 12. gr. laganna:
     a.      1. tölul. fellur brott.
     b.      Í stað orðanna „starfsstöð eða útibú“ í 2. tölul. kemur: starfsemi.
     c.      9. tölul. orðast svo: Um skyldu til að leyfisbréf sé sýnilegt á vefsíðu leyfishafa eða aðgengilegt leigutaka með öðrum hætti.

8. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.