Ferill 994. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1794  —  994. mál.




Svar


matvælaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um eftirlit með velferð dýra við veiðar á hvölum.


     1.      Liggja fyrir niðurstöður af reglubundnu eftirliti með velferð dýra við veiðar á hvölum, sbr. reglugerð nr. 917/2022?
    Niðurstöður eftirlits Matvælastofnunar með velferð dýra við veiðar á hvölum við Ísland árið 2022 liggja fyrir og voru kynntar mánudaginn 8. maí sl.

     2.      Verða þær niðurstöður gerðar almenningi aðgengilegar? Ef já, þá hvenær? Ef nei, hvers vegna ekki?
    Matvælastofnun birti fréttatilkynningu um niðurstöður eftirlitsins á heimasíðu sinni 8. maí sl. Matvælaráðuneytið birti einnig fréttatilkynningu um málið sama dag auk þess sem skýrslan í heild sinni var birt. Hlekk á skýrsluna er að finna á vef matvælaráðuneytisins. 1
1     www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/MAR/Fylgiskjol/Hvalir_vei%c3 %b0ar_velfer%c3%b0_2022_lokask%c3%bdrsla_MAST.pdf