Ferill 759. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1823  —  759. mál.




Svar


umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn frá Ásmundi Friðrikssyni um ráðningu starfsfólks með skerta starfsorku.


     1.      Hver er stefna ráðuneytisins er varðar ráðningu starfsfólks með skerta starfsorku? Liggur sú stefna fyrir opinberlega og ef svo er ekki, hvaða ástæður liggja þar að baki?
    Ráðuneytið hefur ekki markað sér stefnu er varðar ráðningu starfsfólk með skerta starfsgetu. Það stendur til að bæta úr því í samráði við önnur ráðuneyti Stjórnarráðsins eftir samráð mannauðsstjóra ráðuneyta á sameiginlegum fundi þar sem málið var tekið fyrir vegna þessarar fyrirspurnar. Þess ber að geta að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið starfar eftir mannauðsstefnu Stjórnarráðsins sem nær yfir nýráðningar auk annarra mannauðsmála almennt. Hægt er að kynna sér stefnuna á vef Stjórnarráðsins. Í stefnunni er tilgreint að mikilvægt sé að allt starfsfólk njóti sömu möguleika til þess að nýta hæfileika í starfi og eigi ekki að sæta mismunun af nokkrum toga. Ráðuneytið og stofnanir þess starfa á grundvelli laga nr. 150/2020, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, og laga nr. 86/2018, um jafna meðferð á vinnumarkaði.

     2.      Hefur ráðuneytið beitt sér fyrir því að undirstofnanir þess móti skýra stefnu við ráðningu starfsfólks með skerta starfsorku? Ef ekki, hvers vegna ekki? Hvaða undirstofnanir hafa mótað stefnu og hverjar ekki?
    Ráðuneytið hefur ekki beitt sér fyrir því að stofnanir þess móti skýra stefnu við ráðningu starfsfólks með skerta starfsgetu. Forstöðumenn eru ábyrgir fyrir framkvæmd mannauðsmála innan sinna stofnana og þeim ber að þróa stefnur í samræmi við gildandi lög og reglur hverju sinni. Stofnanir ráðuneytisins eru 13 og bárust svör frá öllum stofnunum við upplýsingaöflun vegna fyrirspurnarinnar. Stöðu samkvæmt svörum þeirra er að finna í eftirfarandi töflu ásamt athugasemdum þar sem við á.

Mótun skýrrar stefnu við ráðningu starfsfólks með skerta starfsorku Athugasemd
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið Nei – í vinnslu
Landmælingar Íslands Nei – sjá athugasemd Við ráðningar er það skoðað með opnum hug.
Náttúrufræðistofnun Nei – sjá athugasemd Vinnur eftir jafnréttisáætlun og starfsmannastefnu stofnunar.
Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn Nei – sjá athugasemd Það er velvilji hjá stofnuninni fyrir slíkum ráðningum.
Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála Nei – sjá athugasemd Unnið eftir mannauðsstefnu Stjórnarráðsins og lögum nr. 86/2018, um jafna meðferð á vinnumarkaði.
Veðurstofa Íslands Nei – sjá athugasemd Veðurstofan hefur verið að nýta sér þjónustu VIRK og ráðið fólk með skerta starfsgetu.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum Nei – sjá athugasemd Stofnunin hefur stofnað til samtals við VIRK varðandi slíkar ráðningar.
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar Nei. Vilji er fyrir því að skoða hvert mál fyrir sig þegar slík mál koma upp.
Orkustofnun Nei.
Vatnajökulsþjóðgarður Nei.
Umhverfisstofnun Nei.
Minjastofnun Nei.
Úrvinnslusjóður Nei.
Íslenskar Orkurannsóknir Nei.

     3.      Hafa ráðuneytið og undirstofnanir þess sett sér tölusett markmið varðandi fjölda starfa sem henta einstaklingum með skerta starfsorku? Ef ekki, mun ráðherra beita sér fyrir slíkri stefnumótun?
    Ráðuneytið og stofnanir þess hafa ekki sett sér tölulegt markmið varðandi fjölda starfa sem henta einstaklingum með skerta starfsorku en þetta er eitt af þeim verkefnum sem verða skoðuð í þeirri vinnu sem stendur yfir í ráðuneytinu varðandi sameiningar stofnana.

     4.      Hversu margt starfsfólk með skerta starfsorku er í hlutastarfi eða fullu starfi hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess? Svar óskast sundurliðað eftir stofnunum.
     Hjá ráðuneytinu starfar einn einstaklingur með skerta starfsorku í tímabundnu 70% starfi en er í 100% stöðu. Svör bárust frá öllum stofnunum og er þær upplýsingar að finna í eftirfarandi töflu.

Fjöldi starfsfólks með skerta starfsorku
Fullt starf Hlutastarf
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið 1 0
Íslenskar orkurannsóknir 0 0
Landmælingar Íslands 0 0
Minjastofnun 0 0
Náttúrufræðistofnun 0 2
Orkustofnun 0 0
Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn 0 0
Umhverfisstofnun 0 0
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála 0 0
Úrvinnslusjóður 0 0
Vatnajökulsþjóðgarður 0 0
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar 0 1
Veðurstofa Íslands 0 3
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum 0 0

     5.      Liggur fyrir mat á því hversu mörg störf eða hlutastörf, sem henta einstaklingum með skerta starfsorku, geti verið hjá ráðuneytinu eða undirstofnunum? Svar óskast sundurliðað eftir stofnunum.
    Það liggur ekki fyrir mat um hversu mörg störf eða hlutastörf sem henta einstaklingum með skerta starfsorku gætu verið hjá ráðuneytinu eða stofnunum þess.