Ferill 809. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Nr. 16/153.

Þingskjal 1841  —  809. mál.


Þingsályktun

um framfylgd ályktana Vestnorræna ráðsins árið 2022.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að vinna að framkvæmd fjögurra ályktana Vestnorræna ráðsins sem samþykktar voru á ársfundi ráðsins 30.–31. ágúst 2022, um framfylgd ályktana Vestnorræna ráðsins (nr. 1/2022), um ungt fólk á Vestur-Norðurlöndum (nr. 2/2022), um útlistun og samanburð á áætlunum og fyrirkomulagi vestnorrænu landanna í náttúrutengdri ferðaþjónustu og aðgengi að náttúru (nr. 3/2022) og um vestnorrænt samstarf á sviði jafnréttis (nr. 4/2022).

Samþykkt á Alþingi 23. maí 2023.