Ferill 700. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1944  —  700. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um þvingaða lyfjagjöf við brottvísanir.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Á hvaða lagaheimild byggist þvinguð lyfjagjöf við handtöku umsækjanda um alþjóðlega vernd, sem undanfari flutnings úr landi í fylgd, sbr. svar á þingskjali 411 á yfirstandandi þingi, og hvaða verklag gildir um þá framkvæmd?
     2.      Hversu oft hefur slíkri þvingaðri lyfjagjöf verið beitt á hverju ári undanfarin fimm ár og í hve mörgum tilvikum hefur einstaklingur enn verið undir áhrifum þeirra lyfja þegar brottvísun er framkvæmd?
     3.      Hver ákveður að beita skuli þvingaðri lyfjagjöf, hver framkvæmir hana og hver ber ábyrgð á að meta hvort lagaskilyrði séu uppfyllt?


    Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum, þ.m.t. læknum héraðsvaktar, hefur heilbrigðisstarfsfólk sem þar starfar ekki komið að þvingaðri lyfjagjöf við brottvísanir.