Ferill 963. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2023  —  963. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Evu Sjöfn Helgadóttur um krabbameinsgreiningar.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Safnar ráðuneytið tölfræðiupplýsingum um hve oft einstaklingar þurfa að leita til læknis áður en þeir greinast með krabbamein? Ef svo er, kemur þar fram á hvaða stigi krabbameinið var þegar það loks greindist? Ef slík tölfræði er ekki til, stendur til að taka slíkar tölur saman?

    Tölfræðiupplýsingum um hve oft einstaklingar þurfa að leita læknis áður en þeir greinast með krabbamein er ekki safnað kerfisbundið af ráðuneytinu eða undirstofnunum þess. Upplýsingar um veitta heilbrigðisþjónustu eru skráðar í sjúkraskrá hvers og eins, þ.m.t. læknisheimsóknir, greiningar sjúkdóma og stigun sjúkdóma. Ekki hefur staðið til að taka slíkar tölur saman af hálfu ráðuneytisins.