Ferill 1175. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2059  —  1175. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um aðgang að rafrænni þjónustu.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hafa stjórnvöld tekið afstöðu til þess hvort takmarkanir á því hver getur fengið rafræn skilríki feli í sér mismunun, t.d. í þeim tilvikum þegar fólki er synjað um rafræn skilríki á grundvelli fötlunar, og séu þar með brot á mannréttindum?
     2.      Er skýrt hver ber ábyrgð á því að öll geti nálgast þá þjónustu sem rafræn skilríki veita aðgang að, óháð því hvort viðkomandi hafi rafræn skilríki eða ekki?
     3.      Kemur til greina að tryggja með lagasetningu að tækni sem varðar víðtækt aðgengi að mikilvægri þjónustu skuli aðgengileg öllum?


Skriflegt svar óskast.