Ferill 878. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2273  —  878. mál.




Svar


umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn frá Þórunni Sveinbjarnardóttur um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.


     1.      Hver verður hlutdeild Íslands í markmiði Evrópusambandsins um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030?
    Viðræður standa yfir við Evrópusambandið um hlut Íslands í sameiginlegu markmiði ESB, Íslands og Noregs um 55% samdrátt í losun fyrir árið 2030. Hver hlutdeild Íslands í markmiði Evrópusambandsins um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 liggur því ekki fyrir.

     2.      Hversu mikið verður Ísland að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 ef hlutdeild Íslands verður 35% samdráttur í losun miðað við 2005?
    Samdráttur um 35% miðað við árið 2005 myndi þýða að losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2030 ætti ekki að vera meiri en 2.021 þúsund tonn CO2-íg.

     3.      Hversu mikið verður Ísland að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 ef hlutdeild Íslands verður 40% samdráttur í losun miðað við 2005?
    Samdráttur um 40% miðað við árið 2005 myndi þýða að losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2030 ætti ekki að vera meiri en 1.866 þúsund tonn CO2 2-íg.

     4.      Hversu mikið verður Ísland að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 ef hlutdeild Íslands verður 55% samdráttur í losun miðað við 2005?
    Samdráttur um 55% miðað við árið 2005 myndi þýða að losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2030 ætti ekki að vera meiri en 1.399 þúsund tonn CO2 -íg.

     5.      Hver yrði samdráttur Íslands í losun gróðurhúsalofttegunda, í tonnum talið, miðað við 35%, 40% eða 45% minni losun árið 2030 miðað við losun árið 2005?
    35% minni losun árið 2030 miðað við losun árið 2005 þýðir að losun 2030 þyrfti að vera 1.088 þúsundum tonna CO 2 -íg. minni en hún var árið 2005.
    40% minni losun árið 2030 miðað við losun árið 2005 þýðir að losun 2030 þyrfti að vera 1.244 þúsundum tonna CO 2 -íg. minni en hún var árið 2005.
    45% minni losun árið 2030 miðað við losun árið 2005 þýðir að losun 2030 þyrfti að vera 1.399 þúsundum tonna CO 2 -íg. minni en hún var árið 2005.
    55% minni losun árið 2030 miðað við losun árið 2005 þýðir að losun 2030 þarf að vera 1.710 þúsundum tonna CO 2 -íg. minni en hún var árið 2005.
    Í svörum við 2.–5. tölul. er gert ráð fyrir að losunin sem verið er að vitna í hér sé losun á beinni ábyrgð Íslands („Effort Sharing“, eða losun samkvæmt gildissviði reglugerðar (ESB) 2018/842). Eftirfarandi forsendur eru notaðar við útreikninga:
          Viðmið fyrir losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2005 er eins og var skjalfest í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 29/2022, og nemur það viðmið 3.109 þúsundum tonna CO2-íg.
          Losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2021 er byggð á tölulegum upplýsingum eins og þeim hefur verið skilað af Umhverfisstofnun til ESB og til loftslagssamningsins í mars/ apríl 2023.