Ferill 287. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 290  —  287. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um lagningu bundins slitlags á umferðarlitla vegi.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hvaða reglum (verklagsreglum, viðmiðum eða stöðlum) þarf Vegagerðin að fylgja við vinnu að markmiði 2.1.6 í samgönguáætlun fyrir árin 2020–2034 um að unnið verði „að lagningu á bundnu slitlagi á umferðarlitla vegi sem hafa viðunandi burðarþol þrátt fyrir að veghönnun sé að einhverju leyti ábótavant“?
     2.      Hvaða verkefni hafa verið unnin í samræmi við þetta markmið?
     3.      Hvaða verkefni er áætlað að vinna í samræmi við þetta markmið gildandi samgönguáætlunar?
     4.      Telur ráðherra að skýra þurfi reglur (verklagsreglur, viðmið eða staðla) til að auðvelda framkvæmdir í samræmi við þetta markmið?


Skriflegt svar óskast.