Ferill 23. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 23  —  23. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um almenningssamgöngur milli byggða.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


     1.      Hvað líður vinnu við að greina kerfi almenningssamgangna milli byggða, m.a. til að tengja ýmsa sérakstursþjónustu við almenningssamgöngur, sbr. aðgerð A.10 í þingsályktun nr. 27/152 um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022–2036?
     2.      Hvað er unnið að mörgum verkefnum er tengjast annars vegar samflutningi milli byggða og hins vegar deiliakstri?
     3.      Hvað líður þeim verkefnum sem nefnd eru? Er fyrirhugað að halda þeim áfram eða fjölga verkefnum um landið?


Skriflegt svar óskast.