Ferill 89. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 89  —  89. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944, með síðari breytingum (notkun fána á byggingum).

Flm.: Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Óli Björn Kárason.


1. gr.

    Við 7. gr. laganna bætist ný málsgrein, sem verður 1. mgr., svohljóðandi:
    Tjúgufáninn skal dreginn á stöng alla daga ársins á Alþingishúsinu og Stjórnarráðshúsinu kl. 8 að morgni og vera við hún til kl. 21 að kvöldi. Þessa fána skal lýsa upp í skammdeginu.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. desember 2023.

Greinargerð.

    Frumvarp þetta var áður flutt á 148. löggjafarþingi (459. mál), 149. löggjafarþingi (31. mál) og 150. löggjafarþingi (325. mál). Í fyrri útgáfum frumvarpsins var einnig kveðið á um að flaggað skyldi með sama hætti við byggingu Hæstaréttar Íslands, embættisbústað forseta Íslands og skrifstofu hans í Reykjavík en gerðar hafa verið breytingar á frumvarpinu með tilliti til athugasemda sem bárust. Með frumvarpinu er lagt til að flaggað verði alla daga ársins frá kl. 8 að morgni til kl. 21 að kvöldi á Alþingishúsinu og Stjórnarráðshúsinu og að fáninn verði lýstur upp í skammdeginu.