Ferill 195. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 197  —  195. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um eignir og tekjur landsmanna árið 2022.

Frá Loga Einarssyni.


     1.      Hvert var eigið fé þeirra a) 5%, b) 1%, c) 0,1% landsmanna sem mest áttu árið 2022 og hvert var hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra landsmanna það ár?
     2.      Hverjar voru heildareignir þeirra a) 5%, b) 1%, c) 0,1% landsmanna sem mest áttu árið 2022 og hvert var hlutfall heildareigna þeirra af heildareignum allra landsmanna það ár?
     3.      Hverjar voru tekjur tekjuhæstu a) 5%, b) 1%, c) 0,1% landsmanna árið 2022, með og án fjármagnstekna, og hvert var hlutfall tekna þeirra af tekjum allra landsmanna það ár?
     4.      Hvað áttu tekjuhæstu a) 10%, b) 5%, c) 1%, d) 0,1% landsmanna árið 2022 stóran hluta af annars vegar eigin fé landsmanna og hins vegar heildareignum landsmanna það ár?


Skriflegt svar óskast.