Ferill 228. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 231  —  228. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um aðgerðir vegna greiðsluerfiðleika.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra grípa til einhverra aðgerða eða gera ráðstafanir til að fyrirbyggja að einstaklingar lendi í greiðsluerfiðleikum á næstunni vegna hárra vaxta og verðbólgu? Ef svo er, hvaða aðgerðir eða ráðstafanir eru það?
     2.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við ef sú staða kemur upp að mikill fjöldi einstaklinga lendir í greiðsluerfiðleikum á næstunni vegna hárra vaxta og verðbólgu og gæti komið til greina að grípa til almennra aðgerða ef svo fer?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að leggja til breytingar á lögum eða reglum til að gefa neytendum kost á að setja þak á greidda nafnvexti svo að greiðslubyrði haldist í takt við viðmið lánþegaskilyrða eins og var bent á sem möguleika í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands 7. júní 2023?
     4.      Telur ráðherra koma til greina að beita sér fyrir breytingum á reglum um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda svo að einstaklingar sem kjósa að breyta óverðtryggðum lánum í verðtryggð lán vegna vaxtahækkana eigi þess kost að breyta þeim aftur í óverðtryggð lán síðar án teljandi hindrana?


Skriflegt svar óskast.