Ferill 233. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 236  —  233. mál.
Leiðréttur texti.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um frjósemisaðgerðir.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hvaða opinberu aðilar sjá um frjósemisaðgerðir á Íslandi, svo sem tæknisæðingu og glasafrjóvgun?
     2.      Hvernig er eftirliti háttað með starfsemi einkarekinna fyrirtækja sem sinna frjósemismeðferðum, bæði fjárhagslegu (gjaldskrá) og faglegu?
     3.      Hver er niðurgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands á þjónustu einkarekinna fyrirtækja sem sinna frjósemismeðferðum og af hverju tekur niðurgreiðslan mið?
     4.      Hversu mörgum einstaklingum hafa einkarekin fyrirtæki sem sinna frjósemismeðferðum sinnt síðastliðin fimm ár og hversu mörgum hefur verið synjað um þjónustu?


Munnlegt svar óskast.