Ferill 257. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 260  —  257. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um fjölda starfa hjá hinu opinbera.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hver var fjöldi stöðugilda hjá ríkisaðilum í A1-hluta, A2-hluta, A3-hluta, B-hluta og C-hluta, samkvæmt flokkun í lögum um opinber fjármál, ár hvert á tímabilinu 2011– 2022, sundurliðað eftir aðilum og því hversu margir stjórnendur með mannaforráð voru hjá hverjum aðila?
     2.      Hver var fjöldi stöðugilda hjá ríkisaðilum í A1-hluta, A2-hluta, A3-hluta, B-hluta og C-hluta ár hvert á tímabilinu 2011–2022, sundurliðað eftir starfsheitum og aðilum?
     3.      Hver var fjöldi stöðugilda hjá sveitarfélögum ár hvert á tímabilinu 2011–2022, sundurliðað eftir sveitarfélögum og því hversu margir stjórnendur með mannaforráð voru hjá hverju sveitarfélagi?
     4.      Hver var fjöldi stöðugilda hjá sveitarfélögum ár hvert á tímabilinu 2011–2022, sundurliðað eftir starfsheitum og sveitarfélögum?


Skriflegt svar óskast.