Ferill 296. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 300  —  296. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um skilamat á þjónustu talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.


     1.      Á hvaða lagagrundvelli byggist hið faglega skilamat á frammistöðu talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd sem Útlendingastofnun framkvæmir samkvæmt vefsíðu stofnunarinnar?
     2.      Á hvaða viðmiðum, kröfum og sjónarmiðum er slíkt mat byggt?
     3.      Hversu oft hefur slíkt mat farið fram frá birtingu leiðbeininga á vefsíðu stofnunarinnar vorið 2022?
     4.      Hversu oft hefur slíkt mat leitt til þess að ábendingum hafi verið beint til talsmanns eða hann verið fjarlægður af lista stofnunarinnar yfir talsmenn umsækjenda um alþjóðlega vernd?
     5.      Í þeim tilvikum sem ábendingum hefur verið beint til talsmanns, hvers efnis hafa slíkar ábendingar verið?
     6.      Er það afstaða Útlendingastofnunar að þjónusta talsmanna, sem skipaðir eru af stofnuninni, sé fyrst og fremst við stofnunina sjálfa?


Skriflegt svar óskast.