Ferill 201. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 469  —  201. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Gísla Rafni Ólafssyni um símahlustanir.


     1.      Hversu margar símahlustanir eða önnur sambærileg úrræði, sbr. XI. kafla laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, hafa verið samþykkt með dómsúrskurði frá árinu 1944 til dagsins í dag, sundurliðað eftir árum og tegund mögulegs brots á hegningarlögum sem verið var að rannsaka?
    Samkvæmt lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, fer embætti ríkissaksóknara með ákveðið eftirlit með beitingu símahlustana og annarra sambærilegra úrræða á grundvelli laganna, sbr. 3. mgr. 85. gr. laganna. Þá er mælt fyrir um að embættið skuli árlega gefa út skýrslu um framkvæmd eftirlitsins og beitingu aðgerða skv. 80.–82. gr. laga um meðferð sakamála. Í samræmi við þetta hefur ríkissaksóknari gefið út skýrslu árlega er þetta varðar sem nálgast má á vef embættisins. Þær upplýsingar sem óskað er eftir í fyrirspurninni fyrir árin 2017–2021 má nálgast þar. Lögreglustjóraembættin eru með aðgengileg tölfræðigögn er varðar fyrirspurnina frá árinu 2013.
    Við yfirferð meðfylgjandi tölfræðigagna er rétt að hafa í huga að í mörgum tilvikum þegar sakamál er til rannsóknar og óskað er eftir heimild til símahlustunar þá eru til rannsóknar nokkur ákvæði almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Í hverjum dómsúrskurði um símahlerun getur þannig verið fleiri en ein aðgerð og jafnframt getur verið vísað til fleiri en eins lagaákvæðis. Í töflu 2 hér að aftan er því talinn fjöldi mála miðað við lagaákvæði en ekki er um að ræða sama fjölda og þegar fjöldi mála er eintalinn.

Tafla 1.
2013 2014 2015 2016 2022 2023*
Fjöldi úrskurða 218 204 168 189 268 196
Fjöldi úrskurða sem voru nýttir 175 157 148 168 222 174
Fjöldi mála 62 66 51 62 87 76
*Tölfræði fyrir árið 2023 miðast við 10. október 2023.

Tafla 2.
2013 2014 2015 2016 2022
Auðgunarbrot 6 3 5 7 3
Stórfellt brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni 18 14 17 10 34
Kynferðisbrot 8 3 0 5 0
Líkamsárás, stórfelld 1 3 6 1 1
Peningaþvætti 0 0 0 3 6
Fíkniefnalagabrot (sérrefsilög) 21 26 13 19 12

     2.      Hversu margar símahlustanir eða önnur sambærileg úrræði hafa verið framkvæmd án dómsúrskurðar, sbr. 1. mgr. 84. gr. laga um meðferð sakamála, frá árinu 1944 til dagsins í dag, sundurliðað eftir árum og tegund mögulegs brots á hegningarlögum sem verið var að rannsaka?
    Samkvæmt 1. mgr. 84. gr. laga um meðferð sakamála þarf úrskurð dómara til þess að lögregla geti gripið til þeirra aðgerða sem taldar eru upp í 80.–82. gr. laganna. Þó ber að veita upplýsingar skv. 80. gr. laga um meðferð sakamála án dómsúrskurðar ef fyrir liggur ótvírætt samþykki umráðamanns og eiginlegs notanda síma, tölvu eða annars konar fjarskiptatækis. Lögreglustjóraembættin eru með aðgengileg tölfræðigögn er varða fyrirspurnina frá árinu 2013. Meðfylgjandi eru upplýsingar um fjölda mála hjá lögreglu þar sem símhlustunum eða öðrum sambærilegum úrræðum var beitt með heimild umráðamanns eða eiginlegs notanda síma, tölvu eða annars konar fjarskiptatækis.

2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022
Fjöldi mála 66 83 117 120 99 122 111 116 106 98
2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022
Líkamsárás, 217. gr. alm. hgl. 4 2 2 3 1 3 3 7 2 1
Líkamsárás, 1. mgr. 218. gr. alm. hgl. 2 0 5 1 0 1 1 1 2 1
Líkamsárás, 2. mgr. 218. gr. alm. hgl. 4 4 6 1 4 2 2 4 1 3
Manndráp 1 3 1 0 2 4 1 0 5 2
Hótanir 4 12 9 8 3 7 2 6 2 1
Fíkniefni, stórfellt brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni 2 4 5 11 12 11 13 12 26
Kynferðisbrot 19 17 30 13 23 16 23 16 15 11