Ferill 283. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 576  —  283. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um tekjur ríkissjóðs vegna gjaldtöku fyrir heilbrigðisþjónustu.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hverjar voru tekjur ríkissjóðs á ári hverju undanfarinn áratug vegna gjaldtöku fyrir heilbrigðisþjónustu, sbr. 29. gr. laga um sjúkratryggingar? Svar óskast sundurgreint eftir greiðsluflokkum.

    Leitað var eftir svörum til Sjúkratrygginga Íslands sem annast umsýslu vegna greiðsluþátttökukerfis heilbrigðiskerfisins. Greiðslur sjúklinga innan kerfisins eru ákvarðaðar með reglugerð nr. 1551/2022 um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Í kerfið eru skráðar greiðslur notenda vegna þjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið hvort sem þjónustan er veitt á stofnunum ríkisins eða hjá einkaaðilum. Svör byggjast á þeim upplýsingum sem fyrir liggja í kerfum Sjúkratrygginga Íslands.
    Í eftirfarandi töflu koma fram upplýsingar frá Sjúkratryggingum Íslands. Í fremsta dálki er vísun í töluliði 1. mgr. 29. gr. laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, sem vísað er til í fyrirspurn. Fjárhæðir í töflunni eru í milljónum króna.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    * Það sem liðið er af árinu (keyrt í byrjun október 2023).

    Eftirfarandi eru fyrirvarar og útskýringar Sjúkratrygginga Íslands vegna upplýsinga sem fram koma í töflunni.
     1.      Heilsugæsla. Gögn um heilsugæsluna eru tekin úr komureikningakerfi sjúkratrygginga. Sjúkratryggingar hafa ekki gögn lengra aftur en til ársins 2017 þegar málaflokkurinn fluttist til stofnunarinnar.
     2.      Sjúkrahús. Gögn er varða sjúkrahús eru ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni lengra aftur en til ársins 2017.
     3.      Hér undir er þjónusta sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna og fyrirtækja þeirra sem tilgreind er í 17. gr. og 19.–22. gr. laga um sjúkratryggingar. Umfang samninga Sjúkratrygginga um sálfræðiþjónustu er lítið og niðurgreiðslur ekki háar sem skýrir lágar fjárhæðir vegna þeirrar þjónustu. Sjúkratryggingar hafa ekki upplýsingar um aðra sálfræðiþjónustu sem er utan við greiðsluþátttöku ríkisins.
     4.      Rannsóknir. Hér eru meðtaldar greiðslur fyrir rannsóknir fyrirtækja á samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Greiðslur vegna myndgreiningar sjúkrahúsa eru ekki meðtaldar.
     5.      Vottorð. Gögn úr komureikningum. Um er að ræða margar tegundir vottorða.
     6.      Lyf. Hér er talinn kostnaður einstaklinga vegna lyfja sem eru í greiðsluþátttökukerfinu en ekki svokölluð 0-merkt lyf sem eru án greiðsluþátttöku sjúkratrygginga.
     7.      Sjúkraflutningar. Einstaklingar greiða gjald til Rauða krossins, eiganda sjúkrabifreiða, samkvæmt reglugerð. Upphæðir eru fengnar úr ársreikningum sjúkrabílasjóðs en eru ekki aðgengilegar í kerfum Sjúkratrygginga.